10.10.2009 18:36

Haustið og vináttan ...............

Haustið er skollið á með fullu afli. Það byrjaði eiginlega kvöldið sem við komum saman hjá Katý, smá rigning sem bara jókst og undir miðnætti var einnig orðið mjög hvasst. Nokkrum dögum seinna einnig snjókoma og ríkisstjórnin að reyna að halda velli .........
Ég tók fram bók herra Sigurbjörns Einarssonar, "Ljóð dagsins" og þar ber upp Bjarkir, Einars Benediktssonar, sem hann hefur líklega ort undir öðrum kringumstæðum en sem nú eru:

Þær hlífðu sér nokkrar við hamraskjól
og horfðu mót rísandi sól,
á stofninum aldna með unglimið nýtt
hjá alfara stiginum mjóa.
Þar vöfðust þær örmum og hlúðu sér hlýtt,
hin harðgerðu tré, gegnum blítt og strítt,
og Guð, hann lét bjarkirnar gróa.

Um langar styrjaldir hyrjar og höggs
bar höndin ráns hina blikandi öx,
og stofnar og kvistir af iðinni önn
í eldanna kesti hlóðust.
En herjandi logann og hjarnsoltna tönn,
með höfuðin beygð undir þyngjandi fönn,
samt blessaðar bjarkirnar stóðust.


Það var auðséð eftir hittinginn hjá Katý að öllum þótti kvöldstundin notaleg og ég er viss um að fleiri en ég erum að orna okkur aftur og aftur við að skoða myndirnar frá kvöldinu. Ég vil því minna okkur öll á orð úr bóka Gunnars Hersveins sem ég skrifaði hér áður og eru svohljóðandi:

......Vinátta er oftast lengi að verða til. Hún er ekki hrifning því fólk getur hrifist hvert af öðru án þess að mynda persónulegt samband. Vinátta felst í því að gera eitthvað saman, vinna, skemmta sér og leysa vandamál. Það vekur vonir um framtíðina að gera eitthvað ánægjulegt saman og skapa góðar minningar. Vinátta er því lifandi samband sem þróast og styrkist með árunum og segja má að góðir vinir bæti hver annan!

Ég vil því hvetja okkur til að vera áfram dugleg að láta í okkur heyra og sjást með orði og myndum og hvatningu til hvers annars :)))
Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 52
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 121816
Samtals gestir: 25525
Tölur uppfærðar: 15.5.2024 12:33:45
clockhere