07.12.2008 22:46

Söngur Hlíðavegspúkanna ..... (lag: "Undir Bláhimni ...")

Í skjóli fjallanna fögru og bláu

ríkir friður og gleði i sál

i Naustahvilftinni hamrarnir háu

hvísla i golunni seiðandi mál.

Hérna eyddum við æskunni saman

alla daga var skemmtilegt þá

þá var lífið allt glaumur og gaman

með glampandi framtíðarþrá.

Þegar hittum við Hlíðarvegspúka

fara hjörtun strax örar að slá

þá brandara fimlega fjúka

og fortíðin verður svo blá

Oft hlutum við skrámur og skeinur

og skjálfandi hlupum þá heim

þar fengum við kakó og kleinur

og kokhraust sporðrenndum þeim.

Þó að árin þau yfir nú færist

ennþá myndin i hjartanu býr

upp i Stórurð enn blómhnappur bærist

þegar blærinn hann kyssir svo hlýr.

Gleiðarhjallinn af töfrum nú titrar

og tíbráin leggst yfir sjó

í Pollinum kvöldgeislinn glitrar

hér er gleði og friður og ró.

GG.

Flettingar í dag: 234
Gestir í dag: 68
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 215038
Samtals gestir: 38906
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 18:33:22
clockhere