Færslur: 2009 Apríl

05.04.2009 22:54

Hvað er það fyrsta sem þú mannst eftir ........ ?

Lilja man ...............

.....hraedilega ljótu gúmmískórnir sem baedi Pimmi og Óli Lyngmó (bádir nágrannar mínir )gengu í. Thad var farid í salta braud og sto í portinu bakvid Útvegsbankann. Benidikta mamma Pimma sá til ad Pimmi fékk ad borda og kastadi nidur (thau bjuggu efst í Útvegsbankahúsinu) rúgbraudi med sykri svo ad Pimmi fengi í sig einhvern mat. Fleiri sem voru med voru Elisabet Ástvalds, Hanna Lára (einu ári yngri) og fleir nágrannar....og sú sem kom med börning hét Binna ljósa ekki Stína..(hjá mér alla vega)...   




Ég rakst á bók Helen Exley "Viska fyrir okkar öld", en þar stendur m.a.:"Gæska skiptir meira máli en viska og viðurkenning á því er upphaf viskunnar" (Theodore Isaac Rubin).
Vá, þetta var djúpt, en svo sem ágæt byrjun. Ég ætlaði nú bara að breyta aðeins til og reyna að hressa upp á mannskapinn. Það er búið að vera yndisleg forrétindi að fá að hringdja í skólasystkin sín og segja: "Góða kvöldið, þetta er Halldór, skólabróðir úr barnaskólanum" - ÞÖGN - (hinu megin) "Er þetta Halldór sem ............." (ég) nei, nei, Halldór frá Ísafirði; við vorum saman í Barnaskólanum og á myndinni, þú veizt" (hinu megin) "ertu ekki að grínast", (ég) "nei, ekki núna"! Í kjölfarið hafa flóðgátti opnast við að rifja upp þennan "gamla tíma" eins og sagt er í dag, en það eru nú bara rúmlega 40 ár síðan þessar myndir voru teknar. Já, margt hefur breyst og margt hefur verið gert síðan þá, en það sem við eigum sameiginleg er að vera 1954 árgerð frá Ísó og það er eru engir aðrir en við. Ég talaði við Golla frænda í dag og þá barst Ísfirðingshúsið í tal og hvað þetta væri orðið merkilegt hús miðað við hvað til þess var vænst í upphafi. Ég sagðist þá muna eftir því að hafa hjólað á ltilu bláu hjóli frá Engjaveginum og þangað niður eftir með kaffi og meððí til pabba. Hvað mannstu eiginlega langt aftur spurði hann. Ég sagðist muna mjög vel eftir því þegar ég, Sigga Brynja og Þráinn vorum að leika okkur í Grundargötunni; Stínu ljósu sem átti rauðan Opel station sem hún notaði til að flytja nýfædd börn í heimhús, Bubbi á vörubílnum og Helgi Hjartar á mótorhjólinu sem hann faldi annars í skúr í Tangagötunni.
Nú ætla ég að hafa þetta sem smá áskorun til fleirri að koma með smá sögu frá því fyrsta sem þeir muna eftir ................... HJjr
  • 1
Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 61
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 122208
Samtals gestir: 25713
Tölur uppfærðar: 21.5.2024 15:25:56
clockhere