Færslur: 2015 Október

12.10.2015 18:50

"Hugur og hjarta ........."

Kæru skólasystkin!

Haustið hefur haldið innreið sína með hverrri lægðinni á fætur annarri og tilheyrandi kulda og slyddu. Kindurnar flúðu af fjöllum, gæsin í suður og rjúpan og gróðurinn breytir um lit.Það eru forréttindi að geta fylgst með þessum náttúrfyrirbærum og minna okkur borgar- og bæjarbörn á hvað tilveran getur verið bæði falleg og hörð. Það er þó ekki fyrr en ár og reynsla bætist við tímalínuna okkar að við getum skynjað þennan margbreytileika. Ég er viss um að enginn okkar sem rak fé af fjalli í gamla daga hafi þótt það tiltökumál að koma grei lömbunum í réttina og til slátrunar án þess að hugsa djúpt út í tilkomu þeirra og áfangastað.Það færi því betur að erlendir ráðamenn hugsuðu nú málin af raunsæi áður en þeir verða búnir að hrinda 3. heimstyrjöldinni inn í veruleikann með ákvörðunum sínum og illgjörðum. Hugsið ykkur hvað við eigum nú gott að enn snúist aftökur okkar bara um lömb!

Haustið kallar á margvíslegan líkamlegan undirbúning fyrir veturinn. Annars vegar að undirbúa hýbýli og farartæki fyrir langvarandi bleytu og kulda og hins vegar að safna í forðabúrið svo enginn verði nú svangur. Það væri hrikalega gaman að heyra og sjá hvað við erum búin að vera "að bauka" í haustinu. Ég geri fastlega ráð fyrir að einhver hafi smellt mynd af skondnum uppákomum og lumi á hernaðar leyndamálum við frágang á berjum og slátri. Það hlýtur að vera hægt að leka slíku inn á FB síðuna okkar sem ennþá er nú lokuð fyrir öllum "utanaðkomandi"! Sjálfur datt ég afrakstur af lömbum og gæs og skal gera allt til þess að deila upplýsingum til fleirri verði svo að hugmyndin falli í kramið.

Haustið kallar líka á andlegan undirbúning með heimsóknum í leikhús og uppákomur eins og margvíslegar tónlistaveizlur. Sum okkar njóta þessara dásemda gegnum internetið en aðrir vilja mæta á staðinn og fá tilfinninguna beint í æð. Það sem okkur er skyldast í þessum efnum er Sólarkaffið og því væri það mjög gott ráð að taka strax frá síðustu helgina í janúar til þess að við náum sem flest að hittast í leiðinni. Þangað til þá eigum við eftir að spjalla, hrósa og uppörva hvert annað gegnum síðurnar okkar, httinga og símtöl. Ég vil minna okkur öll á hversu dýrmæt við erum eitt og sérhvert en styrkur okkar er í samhuganum og heildinni.

Kæru skólasystkin. Haustið hefur margar birtingarmyndir og vekur okkur til ólíkra verka og hugleiðinga. Ef 3. heimstyrjöldin skellur nú á, þá munið að við höfum hvert annað og þá verður slíkur atburður í okkar augum að engu. Orðum mínum til stðuning ætla ég að vitna í kvæðið Hug og hjarta eftir Stephan G. Stephansson:

Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað.
Vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu. 
  • 1
Flettingar í dag: 4
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 244
Gestir í gær: 164
Samtals flettingar: 122365
Samtals gestir: 25818
Tölur uppfærðar: 22.5.2024 00:05:53
clockhere