23.10.2009 22:54

Fegursti dagurinn .........

Ljóð dagsins 23. október er eftir Jóhann Hjálmarsson. Það passar vel inn í þennan mánuð þar sem nú eru öll október börnin fædd. Maður hugsar til þess hvernig foreldrum okkar hafi liðið eða fundist þessi dagur þegar við fæddumst. Þá voru tímarnir að vísu öðru vísi en nú eða hvað? Kannski ekki; allavega eru tuskubleyjur aftur komnar í tísku. Og ennþá er verið að rökræða um gagnsemi brjóstagjafar; þá var kannski frekar litið á hana sem búbót frekar eitthvað heilsubætandi eða spillandi fyrir börnin. Hins vegar eru barnavagnarnir alveg horfnir og í staðinn fá krakkagreyin að dúsa eða kúldrast í svaka tæknilegum bílstólum, en það hefur vízt með öryggið að gera. En sprauturnar lifa góðu lífi, en nú þora foreldrarnir að neita! Ekki hefði nokkur maður þorað slíku hér áður fyrr, öll fengum við rass og handlegg stútfull ef ógeðslega sáru dóti. Í dag er talið að sprautuefnið geti orsakað margvísleg vandamál í taugakerfinu sem kemur svo mismikið og missnemma fram á þroskaskeiðinu. Og allt þetta ofnæmi og eyrnabólgur ..........! Þessi vandamál voru bara ekki til á okkar tíma eða hét það bara eitthvað annað ?????

Dagurinn sem hann fædddist
var fegursti dagur ársins.
Heiður himinn og stigi frá sólinni
niður á göturnar.

Frost, en heitt brjóstið
og fljúgandi hugurinn
fundu það ekki
í rauðu skini dagsins.

Það var daginn sem hann fæddist,
sonurinn, fyrsta barnið.
Á þessari stundu voru tvær litla hendur
að þreifa sig áfram í birtunni fyrir utan.

Fegursti dagur ársins
engum öðrum líkur
gekk upp og niður stigann
milli sólarinnar og strætanna.

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 215106
Samtals gestir: 38926
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 19:15:55
clockhere