28.11.2009 18:05
Tíminn .......
Ég glugga áfram í bók Gunnars Hersveins, Gæfuspor. Þar segir hann m.a. í kafla um Árstíðir:
....... "Ýmsir taka sér hvíld yfir jólin en stundatafla daganna krefst þess að henni sé hlýtt, þannig að atburðarásin haldi áfram, og endalaus verkefnin ráða tímaskynjun hvers og eins; það eru fundir, viðburðir, nám, skýrslugerð, verkefnalok. Manneskjan er háð tímanum en þó ekki alveg bundin honum. Hver mannsekja gerir í raun samkomulag við tímann; um að vera stundum í takt við hann, synda endrum og eins á móti straumi hans og jafnvel að hefja sig yfir hann. Tíminn í sjálfum sér nemur ekki staðar eða hægir á sér, innri tími persónu er aftur á móti sveiganlegri í samningum. Vitundin um að geta stjórnað tíma er forsenda fyrir því að ráð sér sjálfur".
Vá; þetta var háfleygt og kannski ekki tilheyrandi nú þegar Aðventan er að byrja og allir með hugann við jólaundirbúning. Það er samt ágætt að stinga smá hugleiðingum Gunnars inn í amstur dagsins og t.d. "þakka það sem þú hefur og líka það sem þú hefur ekki. Þakklæti er tilfinning um lánsemi og ályktun um hlutdeild annarra í henni. Það er að kunna að gefa og þiggja og sýna gleði yfir hvoru tveggja. Hann þakkar til dæmis þeim sem braut reglu til að liðsinna honum og þeim sem gat veitt honum uppbyggilega gagnrýni".
Um þetta segir Hannes Pétursson í kvæði sínu, Þaðan:
Innst i því öllu sem gerist
öllu sem tekst þú í fang
heyrir þú stundirnar hverfa
heyrir þú klukkunnar gang.
Og þaðan mun þögnin koma -
þögnin og gleymskan öll
er hinzta mínútan hnígur
á hvarma þér, eins og mjöll.
Gaman væri að heyra sögur frá undirbúningi í öðrum löndum eins og t.d. Svíþjóð, Danmörku, Austurríki ofl.
....... "Ýmsir taka sér hvíld yfir jólin en stundatafla daganna krefst þess að henni sé hlýtt, þannig að atburðarásin haldi áfram, og endalaus verkefnin ráða tímaskynjun hvers og eins; það eru fundir, viðburðir, nám, skýrslugerð, verkefnalok. Manneskjan er háð tímanum en þó ekki alveg bundin honum. Hver mannsekja gerir í raun samkomulag við tímann; um að vera stundum í takt við hann, synda endrum og eins á móti straumi hans og jafnvel að hefja sig yfir hann. Tíminn í sjálfum sér nemur ekki staðar eða hægir á sér, innri tími persónu er aftur á móti sveiganlegri í samningum. Vitundin um að geta stjórnað tíma er forsenda fyrir því að ráð sér sjálfur".
Vá; þetta var háfleygt og kannski ekki tilheyrandi nú þegar Aðventan er að byrja og allir með hugann við jólaundirbúning. Það er samt ágætt að stinga smá hugleiðingum Gunnars inn í amstur dagsins og t.d. "þakka það sem þú hefur og líka það sem þú hefur ekki. Þakklæti er tilfinning um lánsemi og ályktun um hlutdeild annarra í henni. Það er að kunna að gefa og þiggja og sýna gleði yfir hvoru tveggja. Hann þakkar til dæmis þeim sem braut reglu til að liðsinna honum og þeim sem gat veitt honum uppbyggilega gagnrýni".
Um þetta segir Hannes Pétursson í kvæði sínu, Þaðan:
Innst i því öllu sem gerist
öllu sem tekst þú í fang
heyrir þú stundirnar hverfa
heyrir þú klukkunnar gang.
Og þaðan mun þögnin koma -
þögnin og gleymskan öll
er hinzta mínútan hnígur
á hvarma þér, eins og mjöll.
Gaman væri að heyra sögur frá undirbúningi í öðrum löndum eins og t.d. Svíþjóð, Danmörku, Austurríki ofl.
Skrifað af HJjr
Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 90
Gestir í gær: 46
Samtals flettingar: 205874
Samtals gestir: 37983
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 18:13:37
clockhere