02.05.2010 14:25
Gleðilegt sumar!
Kæru skólasystkin!
Þá eru eldgosin yfirstaðin og sumarið brostið á, þó lofthitinn sé ennþá í lægri kantinum. Mótorhjólin eru allavega komin á göturnar með tilheyrandi hávaða og búin að mótmæla með launafólkinu á 1. maí. Snjórinn er að hverfa úr Esjunni og grænkan að brjóstast fram í görðunum, þar sem búið er að standa í ströngu með lóðahreinsanir og áburðadreifingu. Það er búið að vera hressilegt og jákvætt hljóðið í aprílsystkinum okkar og hafa þau öll nóg fyrir stafni. Kveðjur til ykkar hinna með ákveðinni von um að rekast á hvert annað á vegum landsins eða í besta falli á Ísafirði. Mér hefur verið bent á að textinn í kveðjunum sé mögulega of "háfleygur", þannig að enginn þori að láta í sér heyra í "athugasemdum"! Hugmyndin hjá mér er finnst og fremst að skrifa jákvætt og uppbyggjandi inn í kringumstæður okkar allra, án þess að það verði að "prédikun"! ÖLLUM er velkomið að skrifa og ef ekki hér, þá með tölvupósti á póstfangið sem er í efra hægra horninu á forsíðunni og ég get svo hjálpað við að koma því á réttan stað. Af hverju skrifa ég ekki á Facebook svo fleiri geti séð þetta? Mér finnst Facebook vera frekar til þess að spjalla við umheiminn og ekki sérstaklega við ykkur, þannig að ég hef valið þennan vettvang, árgang 1954, fram yfir hinn.
Í kvæði sínu: "Sjá, hin ungborna tíð", er Einar Benediktsson einnig í hvatningarhugleiðingum:
Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð,
leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. -
Heimtar kotungum rétt, - og hin kúgaða stétt,
hristir klafann og sér hún er voldug og sterk.
-------------
Yfir álfur og lönd tengir bróðernið bönd,
yfir brimið og ísinn nær kærleikans hönd;
einnig hér undir eyðingu, áþján og neyð
blunda áranna kröfur við heiði og strönd.
--------------
Og sé mál vort ei laust og ef trú vor er traust
á vort takmark og framtíð, er sigurvon enn.
Þá skal losna um vor bönd, þá er líf fyrir hönd,
þá skal ljós skína um eyjuna, komandi menn!
Með þessum orðum sendi ég ykkur bíómynd á forsíðuna frá Skúla vini mínum sem sýnir seinna eldgosið og hvað við eigum flott land, séð ofan í frá :))
Þá eru eldgosin yfirstaðin og sumarið brostið á, þó lofthitinn sé ennþá í lægri kantinum. Mótorhjólin eru allavega komin á göturnar með tilheyrandi hávaða og búin að mótmæla með launafólkinu á 1. maí. Snjórinn er að hverfa úr Esjunni og grænkan að brjóstast fram í görðunum, þar sem búið er að standa í ströngu með lóðahreinsanir og áburðadreifingu. Það er búið að vera hressilegt og jákvætt hljóðið í aprílsystkinum okkar og hafa þau öll nóg fyrir stafni. Kveðjur til ykkar hinna með ákveðinni von um að rekast á hvert annað á vegum landsins eða í besta falli á Ísafirði. Mér hefur verið bent á að textinn í kveðjunum sé mögulega of "háfleygur", þannig að enginn þori að láta í sér heyra í "athugasemdum"! Hugmyndin hjá mér er finnst og fremst að skrifa jákvætt og uppbyggjandi inn í kringumstæður okkar allra, án þess að það verði að "prédikun"! ÖLLUM er velkomið að skrifa og ef ekki hér, þá með tölvupósti á póstfangið sem er í efra hægra horninu á forsíðunni og ég get svo hjálpað við að koma því á réttan stað. Af hverju skrifa ég ekki á Facebook svo fleiri geti séð þetta? Mér finnst Facebook vera frekar til þess að spjalla við umheiminn og ekki sérstaklega við ykkur, þannig að ég hef valið þennan vettvang, árgang 1954, fram yfir hinn.
Í kvæði sínu: "Sjá, hin ungborna tíð", er Einar Benediktsson einnig í hvatningarhugleiðingum:
Sjá, hin ungborna tíð vekur storma og stríð,
leggur stórhuga dóminn á feðranna verk. -
Heimtar kotungum rétt, - og hin kúgaða stétt,
hristir klafann og sér hún er voldug og sterk.
-------------
Yfir álfur og lönd tengir bróðernið bönd,
yfir brimið og ísinn nær kærleikans hönd;
einnig hér undir eyðingu, áþján og neyð
blunda áranna kröfur við heiði og strönd.
--------------
Og sé mál vort ei laust og ef trú vor er traust
á vort takmark og framtíð, er sigurvon enn.
Þá skal losna um vor bönd, þá er líf fyrir hönd,
þá skal ljós skína um eyjuna, komandi menn!
Með þessum orðum sendi ég ykkur bíómynd á forsíðuna frá Skúla vini mínum sem sýnir seinna eldgosið og hvað við eigum flott land, séð ofan í frá :))
Skrifað af HJjr
Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 109
Flettingar í gær: 362
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 203756
Samtals gestir: 37356
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:35:56
clockhere