05.02.2011 09:15

Hugarvíl og huggun .............

Kæru skólasystkin!

Nú er Sólarkaffi Ísfriðingafélagsins yfirstaðið með "pompi og prakt" - EN miklu færri en síðast! Hvað olli - "ekki flogið frá Ísafirði", stendur í blöðunum!. Í þetta sinna höfðu "Bæjarpúkar 1954" ákveðið að flykkjast á staðinn, en hittast fyrst hjá Hlöðveri og Siggu til að "þétta" hópinn. Þangað mættu færri en búist var við og svo mættu að lokum færri úr hópnum á hótel Hilton en "búist hafi verið við", nokkrir komu þó við í lokin. Við fórum að spyrja hvert annað - hvað veldur því að sumir skreppa frá Danmörku en aðrir "komast ekki" frá Reykjavík. Hefur þetta eitthvað með kreppuna að gera, því hún virðist geta koma svo víða við. Er kannski kreppa inn í okkur, sem veldur því að við viljum ekki eða eigum erfitt með að umgangast og hittast aftur. Ein slík kreppa gæri verið t.d eitthvað frá fyrri árum sem rifjast upp þegar við eigum að hittast aftur; kannski eitthvað sem kemur ekki upp bara á mannamótum, heldur fylgir okkur alltaf - hvar sem er og veldur okkur stöðugu hugarvíli. Sagt er að hugarvíl sé ekki bara læknisfræðilegt vandamál sem varðar heilann eða sprottið af félagslegum aðstæðum heldur er það mannleg tilfinning, innri efi, áskorun um að endumeta líf sitt og starf. Það að bregðast við þessari tilfinningu eins og flensu er að þora ekki að horfast í augu við sjálfan sig. Þanning glatast tækifæri til að sjá í gegnum "staðreyndir" sem við höfum samþykkt gagnrýnislaust. Hugarvíl er að efast um allt; það er tilfinning um að byggt hafi verið á sandi, en það er einnig þrá eftir bjargi. Því ættu einstaklingar sem fæddust sama árið, drukku sama lýsið, gengu sömu göturnar og hlustuðu á sömu kennarana að finna styrk í hvert öðru. Hittingur er þannig kærkomið tækifæri til að losa um ólar hversdagsleikans, rifja upp fyrri stundir í leik og starfi og taka á spurningum og vandamálum af festu og einurð sem einkenna á fullorðnar manneskjur. Hittingur á þannig að vera tækifæri til að afhlaðast um stund í öruggu umhverfi, þiggja góð ráð og hlaða líkama og sál með styrk og huggun sem við eigum að geta veitt og miðlað hvert öðru.


Ég ætla máli okkar til stuðnings að vitna í svipaðar kringumstæður Gríms Thomsen, sem hann finnur lausn á í ljóði sínu "Huggun"!

Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi,
að heiminum verðirðu´ekkki að bráð?
Þá berast lætur lífs með straumi,
og lystisemdum sleppir taumi, - 
hvað hjálpar, nema Herrans náð?

Og þegar allt er upp á móti,
andinn bugaður, holdið þjáð,
andstreymis í ölduróti
allir þó vinir burtu fljóti,
Guðs er þó eftir gæska´og náð.

Hver dagur þér í dauðans stríði,
er duga ei lengur mannleg ráð,
þá horfinn er þér heimsins prýði,
en hugann nístir angur og kvíði, -
hvað dugir, nema Drottins náð?

Ég og við sem áttum þann möguelika að hittast núna á Sólarkaffi, viljum hvetja okkur sjálf og ykkur sem ekki komust, til að hittast oftar, þó tilefnið sé ekki meira en það að sjást og knúsast smá og veita hvert öðru þannig lausn frá mögulegu hugarvíli og styrk inn í kringustæður dagsins :)) 
Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 215106
Samtals gestir: 38926
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 19:15:55
clockhere