01.09.2012 09:21
"Sjá, dagarnir líða ......... "
Kæru skólasystkin!
......., en til hvers eru haustin? - muniði hvað það var alltaf mikið stúss og at á þessum tíma og er kannski enn, en öðru vísi? Ég man það kannski sérstaklega vel, því mér varð svo illt í bakinu af þessu öllu saman; taka upp kartöflurnar, þvo þær og ganga frá; tína berin og hreinsa; svíða kindahausana, saga þá, hreinsa út heilann, pakka í Moggablað og fara með í frystihólfið. Frystiklefinn var líka ógnvekjandi - hvað ef hurðin skellur í lás og ég inni ?? Það var miklu skemmtilegra að smala og draga í dilka og hugsunin náði ekki lengra ....... !
Ég veit ekki hvort þar var flutningurinn að heiman og þar með breyttir siðir og venjur eða leiðinlegar minningar sem gerðu að þessum hlutum var ekki viðhaldið eða vaktir til lífs þegar aðstæður leyfðu það aftur. Mögulega hafa þjóðfélagsaðstæður þar eitthvað að segja og kannski minnkuð þörf eða hvöt til að draga björg í bú. Minningarnar tengjast allavega bara endalausum annatíma.
Nýlega gafst mér tækifæri til að fara á mínar fyrstu gæsaveiðar og síðar einnig á rjúpu. Ég furðaði mig á hvað allir voru spenntir eftir afrakstrinum og ekki síður að fá fyrsta smakkið; voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð við þeirri viðleitni að búa sig undir veturinn með nægum mat eða ....? Það reyndist því auðsótt að fá leyfi til að fara einnig í smölun til að endurgreiða veiðiréttindin.
Þarna gafst góður tími til að aftengjast borgarþysinu og stilla inn á "móðir líf". Hlaupandi á heiðinni (Tröllatungu), hóandi og geltandi, rákum við kindur og lömb til byggða og í tún sem var endastöð lífs þeirra. Sama var uppi á teningunum þegar við földum okkur í skurði, með gargandi flautu til að lokka gæsina í tún sem einnig var endastöð lífs þeirra. Allt í einu spyr maður sig: "er þetta bara eðlilegur gangur lífsins, var þetta löngu ákveðið eða var þetta ákveðið hér og nú"? Eitt er víst að lífið og dagurinn er raunveruleikinn, sem hvorutveggja tekur sinn enda.
Kæru skólasystkin. Tíminn líður stöðugt, í fyrstu allt of hægt en síðan allt of hratt. Öllum okkar er ætlað ákveðið hlutverk og vil ég hvetja hvert og eitt okkar 1954-inga til að sýna það og sanna að við stöndum okkar "plikt" í því hlutverki sem við höfum verið sett til að sinna! Orðum mínum til stuðnings vil ég af þessu tilefni vitna í ljóð Tómasar Guðmundssonar, "Sjá, dagarnir líða".
Sjá, dagarnir líða, í leiðslu vér hlustum
á laufið, sem hrynur um aldanna skóg
og leggst yfir stofnana sterku,
sem stormur og dauði til jarðar sló.
En þó að þeim visni hvert bjarkarblað
þá blómgast oss önnur í þeirra stað.
Því áfram skal haldið og aldrei þagnar
hin eilífa hrynjandi lífsins,
sem ymur um aldanna skóg.
Við hverfula daga mörg blekking oss bindur.
Þó býr oss í hjörtum sú eilífðarþrá,
er leitar sér hljóðs og rís hærra
en heimsdýrð og jarðneskar óskir ná.
Hún stefnir frá glötun og harmi heim,
og hvort skjal hið dauðlega miklast þeim,
sem leita handan við hrun og myrkur
þess himins, sem vakir og kallar
í aldanna eilífu þrá?
Sjá, laufið hrynur, en lífið er eilíft.
Lát lindirnar hníga í dimman sjó.
Því eitt sinn vor kynslíð skal eignast
í aldanna skóg sitt bergmál þó.
Ó, megi það hljóma sem heilagt ljóð,
er himninum blessar vort land og þjóð
og nýrri og fegurri veröld vísar
á veg hinna eilífu stjarna,
er skín yfir aldanna skóg.
......., en til hvers eru haustin? - muniði hvað það var alltaf mikið stúss og at á þessum tíma og er kannski enn, en öðru vísi? Ég man það kannski sérstaklega vel, því mér varð svo illt í bakinu af þessu öllu saman; taka upp kartöflurnar, þvo þær og ganga frá; tína berin og hreinsa; svíða kindahausana, saga þá, hreinsa út heilann, pakka í Moggablað og fara með í frystihólfið. Frystiklefinn var líka ógnvekjandi - hvað ef hurðin skellur í lás og ég inni ?? Það var miklu skemmtilegra að smala og draga í dilka og hugsunin náði ekki lengra ....... !
Ég veit ekki hvort þar var flutningurinn að heiman og þar með breyttir siðir og venjur eða leiðinlegar minningar sem gerðu að þessum hlutum var ekki viðhaldið eða vaktir til lífs þegar aðstæður leyfðu það aftur. Mögulega hafa þjóðfélagsaðstæður þar eitthvað að segja og kannski minnkuð þörf eða hvöt til að draga björg í bú. Minningarnar tengjast allavega bara endalausum annatíma.
Nýlega gafst mér tækifæri til að fara á mínar fyrstu gæsaveiðar og síðar einnig á rjúpu. Ég furðaði mig á hvað allir voru spenntir eftir afrakstrinum og ekki síður að fá fyrsta smakkið; voru þetta kannski bara eðlileg viðbrögð við þeirri viðleitni að búa sig undir veturinn með nægum mat eða ....? Það reyndist því auðsótt að fá leyfi til að fara einnig í smölun til að endurgreiða veiðiréttindin.
Þarna gafst góður tími til að aftengjast borgarþysinu og stilla inn á "móðir líf". Hlaupandi á heiðinni (Tröllatungu), hóandi og geltandi, rákum við kindur og lömb til byggða og í tún sem var endastöð lífs þeirra. Sama var uppi á teningunum þegar við földum okkur í skurði, með gargandi flautu til að lokka gæsina í tún sem einnig var endastöð lífs þeirra. Allt í einu spyr maður sig: "er þetta bara eðlilegur gangur lífsins, var þetta löngu ákveðið eða var þetta ákveðið hér og nú"? Eitt er víst að lífið og dagurinn er raunveruleikinn, sem hvorutveggja tekur sinn enda.
Kæru skólasystkin. Tíminn líður stöðugt, í fyrstu allt of hægt en síðan allt of hratt. Öllum okkar er ætlað ákveðið hlutverk og vil ég hvetja hvert og eitt okkar 1954-inga til að sýna það og sanna að við stöndum okkar "plikt" í því hlutverki sem við höfum verið sett til að sinna! Orðum mínum til stuðnings vil ég af þessu tilefni vitna í ljóð Tómasar Guðmundssonar, "Sjá, dagarnir líða".
Sjá, dagarnir líða, í leiðslu vér hlustum
á laufið, sem hrynur um aldanna skóg
og leggst yfir stofnana sterku,
sem stormur og dauði til jarðar sló.
En þó að þeim visni hvert bjarkarblað
þá blómgast oss önnur í þeirra stað.
Því áfram skal haldið og aldrei þagnar
hin eilífa hrynjandi lífsins,
sem ymur um aldanna skóg.
Við hverfula daga mörg blekking oss bindur.
Þó býr oss í hjörtum sú eilífðarþrá,
er leitar sér hljóðs og rís hærra
en heimsdýrð og jarðneskar óskir ná.
Hún stefnir frá glötun og harmi heim,
og hvort skjal hið dauðlega miklast þeim,
sem leita handan við hrun og myrkur
þess himins, sem vakir og kallar
í aldanna eilífu þrá?
Sjá, laufið hrynur, en lífið er eilíft.
Lát lindirnar hníga í dimman sjó.
Því eitt sinn vor kynslíð skal eignast
í aldanna skóg sitt bergmál þó.
Ó, megi það hljóma sem heilagt ljóð,
er himninum blessar vort land og þjóð
og nýrri og fegurri veröld vísar
á veg hinna eilífu stjarna,
er skín yfir aldanna skóg.
Skrifað af HJjr
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 215072
Samtals gestir: 38917
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 18:54:44
clockhere