30.09.2012 18:55
Áleiðis ............
Kæru skólasystkin!
"Áleiðis" er einfaldlega að halda áfram, að komast áfram, að miða áfram, að líða áfram, að þokast áfram .............! Þannig fer tíminn áfram með okkur í öllu; nema stundum getur líðan verið óbreytt og samningaumræður um laun geta farið (og fara oftast) í algjöra kyrrstöðu. Okkur hefur hins vegar miðað áleiðis eða áfram inn í haustið sem skall á með þvílíkum hvassviðris og kulda lægðum að það hálfa hefði verið nóg. En þar sem við tökum öllum hlutum með stæl, þá er ekkert verið að valsa með einhverjar smálægðir, heldur bara alvöru lægðir. Það fyndna er, að ef rólegheit eru í pótlitíkinni, þá tekur fólk meira eftir veðursviptingum og öfugt. Í þetta sinn snerust hausthlutirnir (allavega á mínum vinnustað) um launakjör og berjatínslu. Hvorutveggja bar brátt að og lauk einnig mjög skjótt. Það fer ekki lengur leynt hvað fólki finnst um lífið og tilveruna og er greinilegt að efnahagskreppan hefur breytt lífssýn fólks til þess að meta sjálft sig, fjölskyldu sína og vini að meiri verðleikum en áður. Það er óhætt að fullyrða að það sé einn af jákvæðum þáttum "kreppunnar".
Í dag hafa sumir borið betur úr bítum og aðrir síður eða ekki. Stöðuna verður hver og einn að meta fyrir sig og sína og fá eða leita lausna sem til eru í sérhverju tilviki. Oft geta kringumstæður litið vonlausar út og lausnir engar í augsýn, en tíminn liður og við þurfum að halda áfram og áleiðis að marki sem er nauðsynlegt í öllum tilvikum. Á vinnustaðnum mín kom lausn inn í umrædda kjarabót með afturköllun á launatilboði og berjatínslunni lauk með fyrsta næturfrostinu og þannig hélt starfið áleiðis ......
Með haustinu kemur einnig myrkrið sem lætur okkur upplifa að tíminn líði hægar og geri þannig leiðinlega hluti erfiðari úrlausnar. Í slíkum kringumstæðum hefur skólasystir okkar séra Agnes bent okkur á að taka fram bænir sem flest okkar hafa lært í "föðurhúsum" og ef ekki, þá veit ég að hún myndi fúslega hjálpa okkur til að kynnast þeim betur og læra að nota þær eins og hún hefur gert með þeim árangri að hún hefur komist vel áleiðis ........
Á unglingsárum okkar viljum við að tíminn líði hraðar, án þess að vita í raun hvað það þýðir annað en að við verðum fyrr fullorðin og fáum þá að gera "allt mögulegt"! Ég er sannfærður um að við höfum öll fundið fyrir þeim tímamótum að vilja hægja á klukkunni, því allt í einu snýst hún einfaldlega of hratt. Ég stend mig að því sérstaklega núna að hreinlega stoppa tímann. Það gerist með því að setja armbandsúrið í vasann, stoppa tikkið í verkjaraklukkunni með því að taka út batteríið, slökkva á sjónvarpinu áður en fréttir byrja ogsetja fréttablaðið ólesið í bunka. Engu að síður ber tíminn okkur áfram og áleiðis .........
Kæru skólasystkin. Hvort sem við viljum, þá heldur tíminn alltaf áleiðis, óháð því hvernig við reynum að sporna við honum. Ég vil því hvetja ykkur til þess að vera frekar vakandi en sofandi og full tilhlökkunar í stað kvíða fyrir tilgangi tilveru okkar sem í öllum tilvikum mun þjóna ávkeðunum tilgangi og koma lífinu áleiðis ...........
Orðum mínum til stuðnings vitna ég í ljóð Hannesar Péturssonar, "Áleiðis"!
Haustkvöld. Langvegir.
Ljósafjöld sveitanna slokknuð
og allt þagnað
nema einn lækur
einn hestur sem þræðir
beinan stíg
og ber mig í dimmunni
yfir heiðalönd feðra minna
til fjarlægs staðar.
Engu þarf að kvíða.
Nú kular úr opnum skörðum
og lækurinn hljóðnar
í lautunum mér að baki.
Engu þarf að kvíða
klárinn fetar sinn veg
stefnir inn í nóttina
með stjörnu í enni.
"Áleiðis" er einfaldlega að halda áfram, að komast áfram, að miða áfram, að líða áfram, að þokast áfram .............! Þannig fer tíminn áfram með okkur í öllu; nema stundum getur líðan verið óbreytt og samningaumræður um laun geta farið (og fara oftast) í algjöra kyrrstöðu. Okkur hefur hins vegar miðað áleiðis eða áfram inn í haustið sem skall á með þvílíkum hvassviðris og kulda lægðum að það hálfa hefði verið nóg. En þar sem við tökum öllum hlutum með stæl, þá er ekkert verið að valsa með einhverjar smálægðir, heldur bara alvöru lægðir. Það fyndna er, að ef rólegheit eru í pótlitíkinni, þá tekur fólk meira eftir veðursviptingum og öfugt. Í þetta sinn snerust hausthlutirnir (allavega á mínum vinnustað) um launakjör og berjatínslu. Hvorutveggja bar brátt að og lauk einnig mjög skjótt. Það fer ekki lengur leynt hvað fólki finnst um lífið og tilveruna og er greinilegt að efnahagskreppan hefur breytt lífssýn fólks til þess að meta sjálft sig, fjölskyldu sína og vini að meiri verðleikum en áður. Það er óhætt að fullyrða að það sé einn af jákvæðum þáttum "kreppunnar".
Í dag hafa sumir borið betur úr bítum og aðrir síður eða ekki. Stöðuna verður hver og einn að meta fyrir sig og sína og fá eða leita lausna sem til eru í sérhverju tilviki. Oft geta kringumstæður litið vonlausar út og lausnir engar í augsýn, en tíminn liður og við þurfum að halda áfram og áleiðis að marki sem er nauðsynlegt í öllum tilvikum. Á vinnustaðnum mín kom lausn inn í umrædda kjarabót með afturköllun á launatilboði og berjatínslunni lauk með fyrsta næturfrostinu og þannig hélt starfið áleiðis ......
Með haustinu kemur einnig myrkrið sem lætur okkur upplifa að tíminn líði hægar og geri þannig leiðinlega hluti erfiðari úrlausnar. Í slíkum kringumstæðum hefur skólasystir okkar séra Agnes bent okkur á að taka fram bænir sem flest okkar hafa lært í "föðurhúsum" og ef ekki, þá veit ég að hún myndi fúslega hjálpa okkur til að kynnast þeim betur og læra að nota þær eins og hún hefur gert með þeim árangri að hún hefur komist vel áleiðis ........
Á unglingsárum okkar viljum við að tíminn líði hraðar, án þess að vita í raun hvað það þýðir annað en að við verðum fyrr fullorðin og fáum þá að gera "allt mögulegt"! Ég er sannfærður um að við höfum öll fundið fyrir þeim tímamótum að vilja hægja á klukkunni, því allt í einu snýst hún einfaldlega of hratt. Ég stend mig að því sérstaklega núna að hreinlega stoppa tímann. Það gerist með því að setja armbandsúrið í vasann, stoppa tikkið í verkjaraklukkunni með því að taka út batteríið, slökkva á sjónvarpinu áður en fréttir byrja ogsetja fréttablaðið ólesið í bunka. Engu að síður ber tíminn okkur áfram og áleiðis .........
Kæru skólasystkin. Hvort sem við viljum, þá heldur tíminn alltaf áleiðis, óháð því hvernig við reynum að sporna við honum. Ég vil því hvetja ykkur til þess að vera frekar vakandi en sofandi og full tilhlökkunar í stað kvíða fyrir tilgangi tilveru okkar sem í öllum tilvikum mun þjóna ávkeðunum tilgangi og koma lífinu áleiðis ...........
Orðum mínum til stuðnings vitna ég í ljóð Hannesar Péturssonar, "Áleiðis"!
Haustkvöld. Langvegir.
Ljósafjöld sveitanna slokknuð
og allt þagnað
nema einn lækur
einn hestur sem þræðir
beinan stíg
og ber mig í dimmunni
yfir heiðalönd feðra minna
til fjarlægs staðar.
Engu þarf að kvíða.
Nú kular úr opnum skörðum
og lækurinn hljóðnar
í lautunum mér að baki.
Engu þarf að kvíða
klárinn fetar sinn veg
stefnir inn í nóttina
með stjörnu í enni.
Skrifað af HJjr
Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 362
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 203733
Samtals gestir: 37352
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:14:37
clockhere