01.06.2013 12:10
"Trú, von og kærleikur ....... "
Kæru skólasystkin!
Í dag er allt að gerast; útskriftir úr skólum landsins, ný ríkisstjórn í mótun og Sjómannadagurinn. Það eru því víða veislur og samankomur fólks með tilheyrandi umræðum um lífsins gang og framtíðarhorfur, heilræðavísur þeirra sem eldri eru og afrekssögur og ýmisskonar frásagnir í dagblöðunum.
Ég var boðinn í útskriftarveislu í gær. Að sjálfsögðu fagna allir yfir ánægjulegum áföngum í námi og á lífsleiðinni, en eitt leiðir af öðru; hvað svo? Í einu horninu var spáð í hvernig ríkisstjórninni takist nú að leysa úr öllum vandamálum síðstu stjórnar og eins og alltaf eru það fjámálin, eða "fjárhagsvandi heimilanna", eins og það er kallað í dag. Eins og einkennir íslenska pólitík var mikill hiti í þessu horni, svo ég reikaði áfram til mér meira áhugaverðari umræðu. Þá var togað í jakkann minn af eldri manni sem hafði setið mjög virðulegur og hljóður út við gluggan frá upphafi. Hann réttir mér hönd sína og heilsar þéttingsfast - sæll, Björn heiti ég - hver ert þú? Ég heiti Halldór og er frá Ísafirði. Ég er frá Hlíð í Grafningnum og var verkstjóri við virkjanagerð í Sogninu, en er hættur og bý nú í Reykjavík ......
Í framhaldinu fékk ég að heyra bæði frá tímanum hans sem verkstjóri í Sogninu og sem háseti á síðutogaranum Mars, með Karkúsi Guðmyndssyni. Andlit hans ljómaði yfir frasögninnin "hvernig honum hafði tekist til að koma mörgum drengnum til manns". Á hverju vori var honum sendur hópur stráka til sumarvinnu og voru þeir bæði misjafnir í laginu og mistilbúnir til að fara að vinna með ýmisskonar verkfærum. Hann sagði það hafa verið ásetningur sinn að taka öllum jafnvel frá upphafi með þéttingsföstu handtaki og tjáð þeim að allt sem þeir gerðu, skyldu þeir vinna af alúð og með góðri samvisku. Ekki voru nú allir tilbúnir í slíka undirgefni í fyrstu, en að sumri loknu hafi hann undantekningalaust fengið þakkir fyrir að vera heiðarlegur og réttlátur í samskiptum. Þá sagðist hann ekki vera í vafa um að framkoma hans hafi skilað sér til margra þessara drengja þegar reyndi á þá við hin ýmsu störf sem þeir tókust á hendur síðar á ævinni.
Þegar heim kom, fletti ég fram upplýsingum um þennan heiðursmann. Þar mátti finna í minningum um Guðmund föður hans: "Handtak hans var ákveðið og þétt og lýsti vel persónuleikanum. Hann var stefnufastur og hringlandi honum fjarri. Hann naut ætið trausts þar sem hann var .....". Í bók Gunnars Hersveins, Gæfuspor, segir um uppeldi: "Einstaklingur þarf að tileinka sér ýmsar dyggðir til að honum farnist vel . Þar má nefna hófsemi, visku og réttlæti ..... sem Forngrikkir nefndu höfuðdyggðir og sem líða ekki svo glatt undir lok, hvorki í uppeldi né öðrum mannlegum samskiptum. Þarna sýndi það sig hvernig þéttingsfast handtak þessara feðga hafði orðið sem dyggð tveggja kynslóða og mjög líklega skilað sér lengra.
Það sem situr eftir í huga mér eru hugleiðingar um handtakið og mannlegu samskiptin. Handtak milli tveggja einstaklinga sem er annars vegar staðfesting á kurteisi og hins vegar staðfesting á samkomulagi, sbr "gentleman´s agreement"! Í dag er handabands staðfesting á samkomulagi orðin rafræn, sbr. rafræna undirskrift og PIN númer í öllu sem samþykkja þarf, annars er það ekki gilt. Það sem eftir lifir er þá staðfestingin á kurteisi í því skyni að staðfesta að viðkomandi sé velkominn eða að það sé gaman að sjá hann. Slík staðfesting er þó einnig á útleið vegna hættunar á dreifingu á sýklum manna í milli. Því verður allt algengar að notast við hugtökin "hæ og bæ", heldur en handtak með orðunum "komdu sæll" og "vertu blessaður". Þar með er endanlega höggið á dyggðir og tryggð sem felst í "mannlegum" samskiptum og við taka "rafræn" samskipti.
Ég hef "því miður"?? orðið þessa áskynja að undanförnu bæði í samskiptum fólks almennt og innan háskólans. Í sjúkdómsgreiningum er viðtal og skoðun á undanhaldi á meðan að rannsóknum og flóknum rannsóknatækjum fjölgar. Í kennslunni eru samskipti við nemendur á undanhaldi á meðan að frásagnir gegnum myndbönd og rafrænar uppflettingar og tilvitnanir ryðja sér rúms. Mögulega er þetta bein afleiðing eðlilegrar þróunar á öld tölvuvæðingar og að í stað þess að vera aðfinnslusamur eigum við að taka þessum "frábæru" og "eðlilegu" hlutum fagnandi. Allavega virðast flókin mál og verkefni leysast betur í þessum nýja heimi og jákvæðni þar í ofanálag léttir lundina.
Kæru skólasystkin. Þó við tökum þátt í þessari "eðlilegu" þróun lífsins, hvet ég ykkur til áframhaldandi hittings, handabanda og faðmlaga og passið ykkur að missa ekki lífrænu sjónina og tengslin hvert við annað, fjölskylduna, vini og vandamenn (sbr. orðtakið: "að eignast vin tekur andartak, .... að vera vinur tekur alla ævi!") Orðum mínum til stuðnings ætla ég að vitna í ljóð Kristjönu E. Guðmundsdóttur: "Trú, von og kærleikur".
Eins og stjarnan
lýsir í myrku
himinhvolfinu
lýsir trúin í myrkri angistar okkar.
Eins og fræið
liggur í moldinni
og vaknar að vori
lifir vonin í djúpi sálar okkar.
Eins og glóðin
lifir í öskunni
og kveikir bálið
vermir kærleikurinn hjörtu okkar.
Missum ekki trúna
vonina og
kærleikann
leyfum þeim að lýsa upp líf okkar.
Í dag er allt að gerast; útskriftir úr skólum landsins, ný ríkisstjórn í mótun og Sjómannadagurinn. Það eru því víða veislur og samankomur fólks með tilheyrandi umræðum um lífsins gang og framtíðarhorfur, heilræðavísur þeirra sem eldri eru og afrekssögur og ýmisskonar frásagnir í dagblöðunum.
Ég var boðinn í útskriftarveislu í gær. Að sjálfsögðu fagna allir yfir ánægjulegum áföngum í námi og á lífsleiðinni, en eitt leiðir af öðru; hvað svo? Í einu horninu var spáð í hvernig ríkisstjórninni takist nú að leysa úr öllum vandamálum síðstu stjórnar og eins og alltaf eru það fjámálin, eða "fjárhagsvandi heimilanna", eins og það er kallað í dag. Eins og einkennir íslenska pólitík var mikill hiti í þessu horni, svo ég reikaði áfram til mér meira áhugaverðari umræðu. Þá var togað í jakkann minn af eldri manni sem hafði setið mjög virðulegur og hljóður út við gluggan frá upphafi. Hann réttir mér hönd sína og heilsar þéttingsfast - sæll, Björn heiti ég - hver ert þú? Ég heiti Halldór og er frá Ísafirði. Ég er frá Hlíð í Grafningnum og var verkstjóri við virkjanagerð í Sogninu, en er hættur og bý nú í Reykjavík ......
Í framhaldinu fékk ég að heyra bæði frá tímanum hans sem verkstjóri í Sogninu og sem háseti á síðutogaranum Mars, með Karkúsi Guðmyndssyni. Andlit hans ljómaði yfir frasögninnin "hvernig honum hafði tekist til að koma mörgum drengnum til manns". Á hverju vori var honum sendur hópur stráka til sumarvinnu og voru þeir bæði misjafnir í laginu og mistilbúnir til að fara að vinna með ýmisskonar verkfærum. Hann sagði það hafa verið ásetningur sinn að taka öllum jafnvel frá upphafi með þéttingsföstu handtaki og tjáð þeim að allt sem þeir gerðu, skyldu þeir vinna af alúð og með góðri samvisku. Ekki voru nú allir tilbúnir í slíka undirgefni í fyrstu, en að sumri loknu hafi hann undantekningalaust fengið þakkir fyrir að vera heiðarlegur og réttlátur í samskiptum. Þá sagðist hann ekki vera í vafa um að framkoma hans hafi skilað sér til margra þessara drengja þegar reyndi á þá við hin ýmsu störf sem þeir tókust á hendur síðar á ævinni.
Þegar heim kom, fletti ég fram upplýsingum um þennan heiðursmann. Þar mátti finna í minningum um Guðmund föður hans: "Handtak hans var ákveðið og þétt og lýsti vel persónuleikanum. Hann var stefnufastur og hringlandi honum fjarri. Hann naut ætið trausts þar sem hann var .....". Í bók Gunnars Hersveins, Gæfuspor, segir um uppeldi: "Einstaklingur þarf að tileinka sér ýmsar dyggðir til að honum farnist vel . Þar má nefna hófsemi, visku og réttlæti ..... sem Forngrikkir nefndu höfuðdyggðir og sem líða ekki svo glatt undir lok, hvorki í uppeldi né öðrum mannlegum samskiptum. Þarna sýndi það sig hvernig þéttingsfast handtak þessara feðga hafði orðið sem dyggð tveggja kynslóða og mjög líklega skilað sér lengra.
Það sem situr eftir í huga mér eru hugleiðingar um handtakið og mannlegu samskiptin. Handtak milli tveggja einstaklinga sem er annars vegar staðfesting á kurteisi og hins vegar staðfesting á samkomulagi, sbr "gentleman´s agreement"! Í dag er handabands staðfesting á samkomulagi orðin rafræn, sbr. rafræna undirskrift og PIN númer í öllu sem samþykkja þarf, annars er það ekki gilt. Það sem eftir lifir er þá staðfestingin á kurteisi í því skyni að staðfesta að viðkomandi sé velkominn eða að það sé gaman að sjá hann. Slík staðfesting er þó einnig á útleið vegna hættunar á dreifingu á sýklum manna í milli. Því verður allt algengar að notast við hugtökin "hæ og bæ", heldur en handtak með orðunum "komdu sæll" og "vertu blessaður". Þar með er endanlega höggið á dyggðir og tryggð sem felst í "mannlegum" samskiptum og við taka "rafræn" samskipti.
Ég hef "því miður"?? orðið þessa áskynja að undanförnu bæði í samskiptum fólks almennt og innan háskólans. Í sjúkdómsgreiningum er viðtal og skoðun á undanhaldi á meðan að rannsóknum og flóknum rannsóknatækjum fjölgar. Í kennslunni eru samskipti við nemendur á undanhaldi á meðan að frásagnir gegnum myndbönd og rafrænar uppflettingar og tilvitnanir ryðja sér rúms. Mögulega er þetta bein afleiðing eðlilegrar þróunar á öld tölvuvæðingar og að í stað þess að vera aðfinnslusamur eigum við að taka þessum "frábæru" og "eðlilegu" hlutum fagnandi. Allavega virðast flókin mál og verkefni leysast betur í þessum nýja heimi og jákvæðni þar í ofanálag léttir lundina.
Kæru skólasystkin. Þó við tökum þátt í þessari "eðlilegu" þróun lífsins, hvet ég ykkur til áframhaldandi hittings, handabanda og faðmlaga og passið ykkur að missa ekki lífrænu sjónina og tengslin hvert við annað, fjölskylduna, vini og vandamenn (sbr. orðtakið: "að eignast vin tekur andartak, .... að vera vinur tekur alla ævi!") Orðum mínum til stuðnings ætla ég að vitna í ljóð Kristjönu E. Guðmundsdóttur: "Trú, von og kærleikur".
Eins og stjarnan
lýsir í myrku
himinhvolfinu
lýsir trúin í myrkri angistar okkar.
Eins og fræið
liggur í moldinni
og vaknar að vori
lifir vonin í djúpi sálar okkar.
Eins og glóðin
lifir í öskunni
og kveikir bálið
vermir kærleikurinn hjörtu okkar.
Missum ekki trúna
vonina og
kærleikann
leyfum þeim að lýsa upp líf okkar.
Skrifað af HJjr
Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 348
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 215177
Samtals gestir: 38951
Tölur uppfærðar: 25.12.2024 06:22:49
clockhere