03.11.2013 08:02
Fegursti dagurinn ........
Kæru skólasystkin!
Það má með sanni segja að "fljótt skipast veður í lofti" á landinu okkar. Það á ekki bara við um sjálft veðrið eins og orðtakið ber með sér heldur einnig hvers kyns kringumstæður. Í síðasta mánuði dæstum við yfir fjárlögunum, sem var svo sem ekkert nýtt, en viðbrögðin urðu mismikil og misgóð, eftir því hver átti í hlut; hjá mér t.d. yfirgaf skipstjórinn skútuna. Fyrsta dagsverk nýja skipstjórans, sem er geðgóður og kann greinilega tökin á smábörnum, var að gefa ungviðinu að borða. Viðbrögðin létu ekki standa á sér - þau hættu að gráta yfir framtíð sinni og tóku að hlaupa á ný; þetta var fagur dagur .....
Það fer ekki framhjá neinum að við eigum heimsmet á flestum sviðum; eitt af þeim er útrýming blessuðu rjúpunnar. Björgunaraðgerðir beinast að fækkun veiðidaga. Enn og aftur dæsum við yfir því að dagarnir séu fyrirfram ákveðnir, því þar sem við búum á Íslandi, skipast fljótt veður í lofti, þannig að ekki verði hundi út sigandi. Þannig fór og fyrir fyrsta veiðitímanum að ekki sá út úr augum fyrir stormi og snjókomu. Engu að síður héldu landsmenn inn til dala og upp til fjalla í veiðivon sem er okkur í brjóst borin. Þó segja mætti fyrirfram að heimkoman yrði létt í hendi, þá var samveran og samhugurinn í verki ekki síður sælli, þannig að þegar hugsað er tilbaka, þá var þetta fagur dagur ......
Í raun getum við ekki séð fyrir um hvernig hver dagur eða tíminn framundan kemur til með að vera. Þegar við erum ung, þá ýmist stefnum við þangað sem erfðaefnið segir til um eða mögulega sveigjum þar sem mótun á því gefur möguleika til slíks. Á þessum tíma eru ekki áhyggjur af tíma, hann er til þess að njóta, hvort heldur við erum vakandi eða sofandi. Ég veit ekki hvort það er í erfðaefninu eða hormónunum, en þá er það oftar en ekki þannig að "maður er manns gaman" og er hér átt við félagsveruna í okkur, þ.e. að vera frekar saman heldur en sundur eða vera ekki ein-manna.
Hér hefur okkar nánasta umhverfi örugglega mikið að segja, en ekki síður erfðirnar. Ég efast ekki um að hvert og eitt okkar geti fundið samlíkingu og mögullega sannfæringu á þessum málum úr sínu eigin umhverfi. Þetta sé ég sjálfur bæði heima og að heiman. Mér finns t.d. bæði spennandi og skemmtilegt að sjá hvað nemar (lækna-, hjúkrunar- og sjúkraþjálfara) sem ég er að kenna geta verið ólíkir frá ári til árs; eitt árið er samheldnin slík að það er eins og ég sé með risa systkinahóp eða að hóparnir eru sundurleitir, hver í sínu horni eða nokkrir saman.
Hver man ekki frá tímanum þegar við vorum að byrja saman - já algjörlega í fyrsta sinn. Það voru nokkrar einmanna sálir, nokkur pör, nokkrir hópar ..........; það eina sem við áttum í raun sameiginlegt var fæðingarárið 1954 og svo kannski skólinn. Þó svo ég sé ekki að hengja mig algjörlega í erfðaefnið, þá vil ég halda því fram að ártalið og þar með árgangurinn skipti miklu hér máli eins og við sjáum (og heyrum) viðar þegar talað er um veður, uppskeru, vín, bíla, byssur, málningu ...... og svo mætti lengi telja. Þessu til staðfestingar finns mér ég eiga alla samleið með 1954 árganginum og enga með menntaskólanum, en þar voru nefnilega ekki allir fæddir á sama ári þó við "gengum aftur" í sama skólann eða barnaskólann :)).
Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan vorið 1960 að við hittumst öll í fyrsta sinn. Vízt var þetta gaman - var það ekki ? Foreldrar okkar höfðu greinilega komið við í Bókhlöðunni og keypt hliðartöskur með Andrésar Önd mynd - einnig áttum við pennaveski í stíl eða pennastokk og svo vorum við með nesti :)) Sumir foreldrar komu með til að byrja með - aðrir létu á reyna hvernig heimakennslan skilaði sér. Allavega höfðum við ólíka sín á þessum fyrstu stundum í skóla lífisins; mögulega var þessi dagur fegursti dagurinn í okkar hjörtum á meðan að fegursti dagur hjá foreldrum okkar var þegar við fæddumst ............ !
Kæru skólasystkin. Ég er enn og aftur að rifja upp og róta í tilveru okkar. Tilgangurinn er að ég tel hana vera mikilvæga í minningunni og ástæðan er að ég vil að við hjálpumst að því að njóta hennar saman. Ég vil enn og aftur hvetja okkur til að hrista upp í huganum og taka til í skúffunum, því ég veit að einhver okkar eiga ennþá Andrésar Andar töskurnar með veski og blýanti í og þegar betur er að gáð nokkra sneppla með ástarkveðjum og ýmsu öðru skemmtilegu .......... Orðum mínum til stuðnings í dag ætla ég því að vitna í kvæði Jóhanns Hjálmarssonar, "Fegursti dagurinn".
Dagurinn sem hann fæddist
var fegursti dagur ársins.
Heiður himinn og stigi frá sólinni
niður á göturnar.
Frost, en heitt brjóstið
og fljúgandi hugurinn
fundu það ekki
í rauðu skini dagins.
Það var dagurinn sem hann fæddist,
sonurinn, fyrsta barnið.
Á þessari stundu voru tvær litlar hendur
að þreifa sig áfram í birtunni fyrir utan.
Fegursti dagur ársins
engum öðrum dögum líkur
gekk upp og niður stigann
milli sólarinnar og strætanna.
Það má með sanni segja að "fljótt skipast veður í lofti" á landinu okkar. Það á ekki bara við um sjálft veðrið eins og orðtakið ber með sér heldur einnig hvers kyns kringumstæður. Í síðasta mánuði dæstum við yfir fjárlögunum, sem var svo sem ekkert nýtt, en viðbrögðin urðu mismikil og misgóð, eftir því hver átti í hlut; hjá mér t.d. yfirgaf skipstjórinn skútuna. Fyrsta dagsverk nýja skipstjórans, sem er geðgóður og kann greinilega tökin á smábörnum, var að gefa ungviðinu að borða. Viðbrögðin létu ekki standa á sér - þau hættu að gráta yfir framtíð sinni og tóku að hlaupa á ný; þetta var fagur dagur .....
Það fer ekki framhjá neinum að við eigum heimsmet á flestum sviðum; eitt af þeim er útrýming blessuðu rjúpunnar. Björgunaraðgerðir beinast að fækkun veiðidaga. Enn og aftur dæsum við yfir því að dagarnir séu fyrirfram ákveðnir, því þar sem við búum á Íslandi, skipast fljótt veður í lofti, þannig að ekki verði hundi út sigandi. Þannig fór og fyrir fyrsta veiðitímanum að ekki sá út úr augum fyrir stormi og snjókomu. Engu að síður héldu landsmenn inn til dala og upp til fjalla í veiðivon sem er okkur í brjóst borin. Þó segja mætti fyrirfram að heimkoman yrði létt í hendi, þá var samveran og samhugurinn í verki ekki síður sælli, þannig að þegar hugsað er tilbaka, þá var þetta fagur dagur ......
Í raun getum við ekki séð fyrir um hvernig hver dagur eða tíminn framundan kemur til með að vera. Þegar við erum ung, þá ýmist stefnum við þangað sem erfðaefnið segir til um eða mögulega sveigjum þar sem mótun á því gefur möguleika til slíks. Á þessum tíma eru ekki áhyggjur af tíma, hann er til þess að njóta, hvort heldur við erum vakandi eða sofandi. Ég veit ekki hvort það er í erfðaefninu eða hormónunum, en þá er það oftar en ekki þannig að "maður er manns gaman" og er hér átt við félagsveruna í okkur, þ.e. að vera frekar saman heldur en sundur eða vera ekki ein-manna.
Hér hefur okkar nánasta umhverfi örugglega mikið að segja, en ekki síður erfðirnar. Ég efast ekki um að hvert og eitt okkar geti fundið samlíkingu og mögullega sannfæringu á þessum málum úr sínu eigin umhverfi. Þetta sé ég sjálfur bæði heima og að heiman. Mér finns t.d. bæði spennandi og skemmtilegt að sjá hvað nemar (lækna-, hjúkrunar- og sjúkraþjálfara) sem ég er að kenna geta verið ólíkir frá ári til árs; eitt árið er samheldnin slík að það er eins og ég sé með risa systkinahóp eða að hóparnir eru sundurleitir, hver í sínu horni eða nokkrir saman.
Hver man ekki frá tímanum þegar við vorum að byrja saman - já algjörlega í fyrsta sinn. Það voru nokkrar einmanna sálir, nokkur pör, nokkrir hópar ..........; það eina sem við áttum í raun sameiginlegt var fæðingarárið 1954 og svo kannski skólinn. Þó svo ég sé ekki að hengja mig algjörlega í erfðaefnið, þá vil ég halda því fram að ártalið og þar með árgangurinn skipti miklu hér máli eins og við sjáum (og heyrum) viðar þegar talað er um veður, uppskeru, vín, bíla, byssur, málningu ...... og svo mætti lengi telja. Þessu til staðfestingar finns mér ég eiga alla samleið með 1954 árganginum og enga með menntaskólanum, en þar voru nefnilega ekki allir fæddir á sama ári þó við "gengum aftur" í sama skólann eða barnaskólann :)).
Það er mikið vatn runnið til sjávar síðan vorið 1960 að við hittumst öll í fyrsta sinn. Vízt var þetta gaman - var það ekki ? Foreldrar okkar höfðu greinilega komið við í Bókhlöðunni og keypt hliðartöskur með Andrésar Önd mynd - einnig áttum við pennaveski í stíl eða pennastokk og svo vorum við með nesti :)) Sumir foreldrar komu með til að byrja með - aðrir létu á reyna hvernig heimakennslan skilaði sér. Allavega höfðum við ólíka sín á þessum fyrstu stundum í skóla lífisins; mögulega var þessi dagur fegursti dagurinn í okkar hjörtum á meðan að fegursti dagur hjá foreldrum okkar var þegar við fæddumst ............ !
Kæru skólasystkin. Ég er enn og aftur að rifja upp og róta í tilveru okkar. Tilgangurinn er að ég tel hana vera mikilvæga í minningunni og ástæðan er að ég vil að við hjálpumst að því að njóta hennar saman. Ég vil enn og aftur hvetja okkur til að hrista upp í huganum og taka til í skúffunum, því ég veit að einhver okkar eiga ennþá Andrésar Andar töskurnar með veski og blýanti í og þegar betur er að gáð nokkra sneppla með ástarkveðjum og ýmsu öðru skemmtilegu .......... Orðum mínum til stuðnings í dag ætla ég því að vitna í kvæði Jóhanns Hjálmarssonar, "Fegursti dagurinn".
Dagurinn sem hann fæddist
var fegursti dagur ársins.
Heiður himinn og stigi frá sólinni
niður á göturnar.
Frost, en heitt brjóstið
og fljúgandi hugurinn
fundu það ekki
í rauðu skini dagins.
Það var dagurinn sem hann fæddist,
sonurinn, fyrsta barnið.
Á þessari stundu voru tvær litlar hendur
að þreifa sig áfram í birtunni fyrir utan.
Fegursti dagur ársins
engum öðrum dögum líkur
gekk upp og niður stigann
milli sólarinnar og strætanna.
Skrifað af HJjr
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 215072
Samtals gestir: 38917
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 18:54:44
clockhere