09.02.2014 08:16
"Líf þitt átt þú ..............."
Kæru skólasystkin!
"Þið áttuð Sólarkaffið", var sagt að skemmtun lokinni. Hakan lyftist, brjóstkassin þandist og hjartað barðist hraðar yfir þessari siguryfirlýsingu til handa 1954 árgangsins. Við vorum hins vegar mætt aðeins fjórðungur af öllum hópnum. Þeir sem raunverulega héldu uppi hita og þunga kvöldsins voru Konni og Bjarndís ásamt nokkrum öðrum, þó heildinni væri eignaður sigurinn.
Hvað gerðu þau eiginlega til þess að ná athygli okkar?; jú- þau voru þau sjálf. Konni komst að í lotum á meðan Bjarndís átti gólfið, púltið, mikrafóninn og eyru allra á meðan hún talaði. Grunntónninn í tali þeirra til okkar og annarra sem á hlustuðu byggði á lífshlaupi þeirra; lífinu á Hlíðarveginum, staðnum, blokkinni, fólkinu, sambýlinu og hvernig hlutir þróuðust. Þó svo að líf þeirra á ákveðnum tíma hafi verið mjög samtvinnað, þá var það ekki eins, því þau áttu (og eiga) "hvort sitt líf"! Engu að síður mátti sjá hvernig einn og sérhver upplifði fyrri tíma í frásögn þeirra, því ýmist datt á slík þögn að heyra mátti saumnál detta eða allt ætlaði um koll að keyra í gleði- og hlátursköllum. Það voru því Konni og Bjarndís sem "áttu Sólarkaffið" með réttu, þó svo við höfum stolist til að smjatta á því með þeim :))
Í dag eru karlmenn farnir að tjá tilfinningar meira en áður. Tilfinningar tilheyrðu annars heimi kvenna og þeir karlmenn sem hættu sér inn á slíkar brautir voru kallaðir vælukjóar. Margvíslegar þjóðfélagsbreytingar hafa síðan leitt í ljós að karlmenn eru ekkert síður með tilfnningar en konur, heldur er það tjáningin sem er öðru vísi. Það var því mikil unun að heyra hvernig systkini okkar tjáðu sig um sama hlutinn en með mismunandi hætti konu og karls. Boðskapur þeirra skildi örugglega hver á sinn hátt, en grunntónninn var: "Líf þitt átt þú ........... " - lifðu því!
Ég fagna því að fleiri og fleiri eru farnir að láta í sér heyra á síðunni okkar. Það að lyfta upp hendi og gefa til kynna að maður vilji leggja orð í belg eða tjá sig sérstaklega getur verið bæði auðvelt og erftitt. Ég er sannfærður um að allir hafi skoðun á hlutum hvort sem það er jákvætt, neikvætt, uppbyggjandi eða niðurlægjandi. Það minnsta sem hægt er að segja (fyrir utan að þegja) er t.d. bara hæ! Það gefur alla vega til kynna að við erum á lífi :) Það er líka hægt að tjá sig með myndum, en þær segja oft meira "orð fá lýst"!
Tíminn líður og áður en við vitum af verður komið að hittingnum okkar í haust. Til þess að vel verði þarf að undirbúa slíkt og sjá til þess að allt lendi ekki á fárra manna (og kvenna) herðum. Það er því mikilvægt að hvert og eitt okkar strengi þess heit að í fyrsta lagi komast á staðinn og ekki sízt hugsi sig um hvernig leggja megi hönd á plóg. Þá er síðan kjörin vettvangur til að komas líku til skila eða ef einhver vill tjá sig í hljóði að senda þá tölvupóst til ritara hópsins. Tíminn er núna, þegar hver lægðin á fætur annarri skellur á eyjunni okkar, þannig að ekki er hundi út sigandi, þá gefst tækiufæri til að láta hugann reika aftur að 1960, en það verður viðmiðunarárið okkar í frásögnum.
Ég hlakka mikið til að heyra og ekki síður bókfæra allar sögurnar sem líta munu dagsins ljós. Ég sé fyrir mér að hver og einn skrifi frá sínu hjarta eða frá sínum "sjónarhóli" og ekki undir nafni, heldur með fyrirsögninni: "Líf þitt átt þú .......... " og þannig munu sögurnar samanlagt lýsa hinu margvíslega og hinum margslunga tímaskeiði 1954 árgangsins :))
Kæru skólasystkin. Sólarkaffið 2014 varð "okkar", þó svo að hafi verið frásögn af og úr lífi Konna og Bjarndísar og allt þar í kring. Það er það gleðilega við árganginn okkar hvað við eigum margt sameiginlegt til að rifja upp og gleðjast yfir. Nýtum tímann sem er framundan - hann kemur ekki aftur - aðeins minningarnar! Orðum mínum til hvatningar vitna ég að þessu sinni í mjög stutt kvæði Jóns úr Vör til að leggja áherslu á og ítreka að það er ekki stærðin á hlutunum sem skiptir máli, heldur hugurinn á bak við þá.
Líf þitt átt þú.
Ekki á ég það.
Enginn á það
nema þú.
En hamingjuna,
hver á hana?
Hana á enginn einn.
"Þið áttuð Sólarkaffið", var sagt að skemmtun lokinni. Hakan lyftist, brjóstkassin þandist og hjartað barðist hraðar yfir þessari siguryfirlýsingu til handa 1954 árgangsins. Við vorum hins vegar mætt aðeins fjórðungur af öllum hópnum. Þeir sem raunverulega héldu uppi hita og þunga kvöldsins voru Konni og Bjarndís ásamt nokkrum öðrum, þó heildinni væri eignaður sigurinn.
Hvað gerðu þau eiginlega til þess að ná athygli okkar?; jú- þau voru þau sjálf. Konni komst að í lotum á meðan Bjarndís átti gólfið, púltið, mikrafóninn og eyru allra á meðan hún talaði. Grunntónninn í tali þeirra til okkar og annarra sem á hlustuðu byggði á lífshlaupi þeirra; lífinu á Hlíðarveginum, staðnum, blokkinni, fólkinu, sambýlinu og hvernig hlutir þróuðust. Þó svo að líf þeirra á ákveðnum tíma hafi verið mjög samtvinnað, þá var það ekki eins, því þau áttu (og eiga) "hvort sitt líf"! Engu að síður mátti sjá hvernig einn og sérhver upplifði fyrri tíma í frásögn þeirra, því ýmist datt á slík þögn að heyra mátti saumnál detta eða allt ætlaði um koll að keyra í gleði- og hlátursköllum. Það voru því Konni og Bjarndís sem "áttu Sólarkaffið" með réttu, þó svo við höfum stolist til að smjatta á því með þeim :))
Í dag eru karlmenn farnir að tjá tilfinningar meira en áður. Tilfinningar tilheyrðu annars heimi kvenna og þeir karlmenn sem hættu sér inn á slíkar brautir voru kallaðir vælukjóar. Margvíslegar þjóðfélagsbreytingar hafa síðan leitt í ljós að karlmenn eru ekkert síður með tilfnningar en konur, heldur er það tjáningin sem er öðru vísi. Það var því mikil unun að heyra hvernig systkini okkar tjáðu sig um sama hlutinn en með mismunandi hætti konu og karls. Boðskapur þeirra skildi örugglega hver á sinn hátt, en grunntónninn var: "Líf þitt átt þú ........... " - lifðu því!
Ég fagna því að fleiri og fleiri eru farnir að láta í sér heyra á síðunni okkar. Það að lyfta upp hendi og gefa til kynna að maður vilji leggja orð í belg eða tjá sig sérstaklega getur verið bæði auðvelt og erftitt. Ég er sannfærður um að allir hafi skoðun á hlutum hvort sem það er jákvætt, neikvætt, uppbyggjandi eða niðurlægjandi. Það minnsta sem hægt er að segja (fyrir utan að þegja) er t.d. bara hæ! Það gefur alla vega til kynna að við erum á lífi :) Það er líka hægt að tjá sig með myndum, en þær segja oft meira "orð fá lýst"!
Tíminn líður og áður en við vitum af verður komið að hittingnum okkar í haust. Til þess að vel verði þarf að undirbúa slíkt og sjá til þess að allt lendi ekki á fárra manna (og kvenna) herðum. Það er því mikilvægt að hvert og eitt okkar strengi þess heit að í fyrsta lagi komast á staðinn og ekki sízt hugsi sig um hvernig leggja megi hönd á plóg. Þá er síðan kjörin vettvangur til að komas líku til skila eða ef einhver vill tjá sig í hljóði að senda þá tölvupóst til ritara hópsins. Tíminn er núna, þegar hver lægðin á fætur annarri skellur á eyjunni okkar, þannig að ekki er hundi út sigandi, þá gefst tækiufæri til að láta hugann reika aftur að 1960, en það verður viðmiðunarárið okkar í frásögnum.
Ég hlakka mikið til að heyra og ekki síður bókfæra allar sögurnar sem líta munu dagsins ljós. Ég sé fyrir mér að hver og einn skrifi frá sínu hjarta eða frá sínum "sjónarhóli" og ekki undir nafni, heldur með fyrirsögninni: "Líf þitt átt þú .......... " og þannig munu sögurnar samanlagt lýsa hinu margvíslega og hinum margslunga tímaskeiði 1954 árgangsins :))
Kæru skólasystkin. Sólarkaffið 2014 varð "okkar", þó svo að hafi verið frásögn af og úr lífi Konna og Bjarndísar og allt þar í kring. Það er það gleðilega við árganginn okkar hvað við eigum margt sameiginlegt til að rifja upp og gleðjast yfir. Nýtum tímann sem er framundan - hann kemur ekki aftur - aðeins minningarnar! Orðum mínum til hvatningar vitna ég að þessu sinni í mjög stutt kvæði Jóns úr Vör til að leggja áherslu á og ítreka að það er ekki stærðin á hlutunum sem skiptir máli, heldur hugurinn á bak við þá.
Líf þitt átt þú.
Ekki á ég það.
Enginn á það
nema þú.
En hamingjuna,
hver á hana?
Hana á enginn einn.
Skrifað af HJjr
Flettingar í dag: 268
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 215072
Samtals gestir: 38917
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 18:54:44
clockhere