09.06.2015 19:58
"Að taka púlsinn á tilverunni ........... "
Kæru skólasystkin!
Hvað er það fyrsta sem þig viljið sjá eða athuga þegar þið kveikið á tölvunni eða símanum á morgnana? Ég t.d. opnaði alltaf fyrst inn á póstinn (og núna einnig facebókina), síðan inn á heimasíðuna okkar þar sem ég ræsi tengilinn "Vefmyndavélar á Vestfjörðum". Fyrir mig er þetta eins og í gamla daga að kíkja út um eldhúsgluggann á Engjaveginum á morgnana, horfa upp í Eyrarfjallið - á Gleiðahjallann og taka veðrið eða púlsinn á tilverunni. Undir þessum tengli eru fjórar "lifandi" myndavélar sem sýna Ísafjörð frá mismunandi sjónarhornum; ein myndavél sem horfir út Dýrafjörðinn frá Höfða og ein myndavél sem horfir yfir Bíldudal og út á Arnarfjörðinn í átt að Hrafnseyri.
Ég sat einn sunnudagsmorguninn og naut þess að horfa á uppáhalds myndavélina mína sem er frá Orkubúinu á höfninni og sýnir Eyrarfjallið alveg yfir topp. Ég var að tauta við sjálfan mig: "hvar slær hjarta þitt", þegar barnabarnið sem stóð við hliðina á mér sagði: "hérna afi" og benti vinstra megin á brjóst sér. Ég var nú eiginlega á allt annarri bylgjulengd og var að spá í af hverju þessi sýn á bæinn minn væri mér hjartfólgnari en aðrar. Af einhverjum ástæðum höfðar hún dýpra til mín en hinar og ég held að það sé nándin við fjallið, klettana og himinninn sem "kveikir í mér"!. Þannig sé ég fyrir mér að uppáhaldsvél Einars sé á Menntaskólaþakinu og sýnir honum alla bátana í höfninni, Didda uppáhaldsvél er sú sem sýnir Pollinn og inn í fjörð og Gísla uppáhaldsvél er sú sem sýnir honum Silfurtorgið. Ef þetta "kveikir" ekki nægilega í ykkur, þá finnið þið aragrúa myndavéla undir tenglinum "Vegasjáin", en þar er hægt að skoða allt landið frá flestum sjónarhornum.
Af hverju ættu einhverjar myndavélar svo sem að "kveikja í" okkur eða vekja upp einhverjar tilfinningar. Myndir eru í raun órjúfanlegur hluti af tilveru okkar og tjáningu. Hver man ekki eftir fyrstu kassavélinni og síðan ferkantaða flasskubbinum. Ég er viss um að eitthvert okkar lumar á mynd frá þeim tíma sem geymd er í umslagi í náttborðsskúffunni, undir koddanum eða innrammaða upp á vegg - ef allir mega sjá hana. Við höfum verið misiðin eða áhugasöm eða hvað það nú heitir við að taka og varðveita myndir á því formi sem verið hefur í gildi hverju sinni. Til einhvers eru þessar myndir teknar og oftast er það til að varðveita dýrmæt augnablik bæði til góðs eða til stríðni. Þannig urðu svokallaðar heimasíður til - þetta var hreinlega eitt form myndageymslu til að geta á auðveldan hátt skoðað og sýnt öðrum í stað þess að láta minningarnar grafast niður og gleymast í albúmum og vindlakössum.
Þannig kom að okkur að gera eins og hinir og heimasíðan "Ísfirskir bæjarpúkar 1954" var stofnuð. Mér þykir þessi síða gífurlega dýrmæt fyrir þær sakir að "hún erum við" og við erum ekki hver sem er. Við erum með innbyrðis skyld fjallagen sem sköpuðu okkur til að fæðast árið 1954, en það gerði okkur að einstökum krökkum sem fengu að alast upp saman, leika saman og ganga saman í skólann og gera okkur að þeim einstaklingum sem við erum í dag. Ef hvert og eitt okkar lítur í kringum sig og einnig í baksýnisspegilinn þá finns ekki sá árgangur á Íslandi og þó víðar væri leitað sem er bundinn eins sterkum tengslum og við. En eins og tæknin flýgur áfram þá drögumst við með hvort sem við viljum eða ekki. Þannig hefur "nýjabrumið" yfirgefið heimasíðurnar og nýrri miðlar eins "Facebook", "Twitter", "Instagram", "Snabchat" og fleira tekið við "að taka púlsinn á tilverunni".
Ég veit að fleirum en mér þykir vænt um heimasíðuna okkar. En þrátt fyrir að vera einstök og samheldin, þá verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd í dag að fleiri opna örugglega frekar inn á facebókina sína fyrst á morgnana heldur en að skoða vefmyndavélarnar á Ísafirði eða Moggann. Það var einfaldlega af þeirri ástæðu að ég stökk á það um daginn að stofan einnig slíka síðu fyrir "fjölskylduna" okkar. Eins og fram kemur á síðunni er tilgangurinn: "að opna spjallrás" fyrir okkur á meðan að heimasíðan stendur ennþá keik eins og ísjaki í hafinu og varðveitir áfram undirstöður ákveðins fróðleiks og söguþráð í tali og myndum um okkur.
Kæru skólasystkin. Með stofnun facebókar síðu okkar er ég á engan hátt að yfirgefa heimasíðuna, heldur frekar að þjappa okkur ennþá betur saman með "nútímalegum" samskiptahætti, til þess að "taka púlsinn á tilverunni". Texta mínum til stuðnings ætla ég að vitna í kvæði úr Hávamálum:
Ungur var ég forðum
fór ég einn saman,
þá varð ég villur vega;
auðigur þóttumk,
er ég annan fann,
maður er manns gaman.
Hrörnar þöll,
sú er stendur þorpi á,
hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður,
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?
Hjarðir það vitu,
nær þær heim skulu,
og ganga þá af grasi;
en ósvinnur maður
kann ævagi,
síns um mál maga.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn,
að aldrei deyr;
dómur um dauðan hvern.
Hvað er það fyrsta sem þig viljið sjá eða athuga þegar þið kveikið á tölvunni eða símanum á morgnana? Ég t.d. opnaði alltaf fyrst inn á póstinn (og núna einnig facebókina), síðan inn á heimasíðuna okkar þar sem ég ræsi tengilinn "Vefmyndavélar á Vestfjörðum". Fyrir mig er þetta eins og í gamla daga að kíkja út um eldhúsgluggann á Engjaveginum á morgnana, horfa upp í Eyrarfjallið - á Gleiðahjallann og taka veðrið eða púlsinn á tilverunni. Undir þessum tengli eru fjórar "lifandi" myndavélar sem sýna Ísafjörð frá mismunandi sjónarhornum; ein myndavél sem horfir út Dýrafjörðinn frá Höfða og ein myndavél sem horfir yfir Bíldudal og út á Arnarfjörðinn í átt að Hrafnseyri.
Ég sat einn sunnudagsmorguninn og naut þess að horfa á uppáhalds myndavélina mína sem er frá Orkubúinu á höfninni og sýnir Eyrarfjallið alveg yfir topp. Ég var að tauta við sjálfan mig: "hvar slær hjarta þitt", þegar barnabarnið sem stóð við hliðina á mér sagði: "hérna afi" og benti vinstra megin á brjóst sér. Ég var nú eiginlega á allt annarri bylgjulengd og var að spá í af hverju þessi sýn á bæinn minn væri mér hjartfólgnari en aðrar. Af einhverjum ástæðum höfðar hún dýpra til mín en hinar og ég held að það sé nándin við fjallið, klettana og himinninn sem "kveikir í mér"!. Þannig sé ég fyrir mér að uppáhaldsvél Einars sé á Menntaskólaþakinu og sýnir honum alla bátana í höfninni, Didda uppáhaldsvél er sú sem sýnir Pollinn og inn í fjörð og Gísla uppáhaldsvél er sú sem sýnir honum Silfurtorgið. Ef þetta "kveikir" ekki nægilega í ykkur, þá finnið þið aragrúa myndavéla undir tenglinum "Vegasjáin", en þar er hægt að skoða allt landið frá flestum sjónarhornum.
Af hverju ættu einhverjar myndavélar svo sem að "kveikja í" okkur eða vekja upp einhverjar tilfinningar. Myndir eru í raun órjúfanlegur hluti af tilveru okkar og tjáningu. Hver man ekki eftir fyrstu kassavélinni og síðan ferkantaða flasskubbinum. Ég er viss um að eitthvert okkar lumar á mynd frá þeim tíma sem geymd er í umslagi í náttborðsskúffunni, undir koddanum eða innrammaða upp á vegg - ef allir mega sjá hana. Við höfum verið misiðin eða áhugasöm eða hvað það nú heitir við að taka og varðveita myndir á því formi sem verið hefur í gildi hverju sinni. Til einhvers eru þessar myndir teknar og oftast er það til að varðveita dýrmæt augnablik bæði til góðs eða til stríðni. Þannig urðu svokallaðar heimasíður til - þetta var hreinlega eitt form myndageymslu til að geta á auðveldan hátt skoðað og sýnt öðrum í stað þess að láta minningarnar grafast niður og gleymast í albúmum og vindlakössum.
Þannig kom að okkur að gera eins og hinir og heimasíðan "Ísfirskir bæjarpúkar 1954" var stofnuð. Mér þykir þessi síða gífurlega dýrmæt fyrir þær sakir að "hún erum við" og við erum ekki hver sem er. Við erum með innbyrðis skyld fjallagen sem sköpuðu okkur til að fæðast árið 1954, en það gerði okkur að einstökum krökkum sem fengu að alast upp saman, leika saman og ganga saman í skólann og gera okkur að þeim einstaklingum sem við erum í dag. Ef hvert og eitt okkar lítur í kringum sig og einnig í baksýnisspegilinn þá finns ekki sá árgangur á Íslandi og þó víðar væri leitað sem er bundinn eins sterkum tengslum og við. En eins og tæknin flýgur áfram þá drögumst við með hvort sem við viljum eða ekki. Þannig hefur "nýjabrumið" yfirgefið heimasíðurnar og nýrri miðlar eins "Facebook", "Twitter", "Instagram", "Snabchat" og fleira tekið við "að taka púlsinn á tilverunni".
Ég veit að fleirum en mér þykir vænt um heimasíðuna okkar. En þrátt fyrir að vera einstök og samheldin, þá verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd í dag að fleiri opna örugglega frekar inn á facebókina sína fyrst á morgnana heldur en að skoða vefmyndavélarnar á Ísafirði eða Moggann. Það var einfaldlega af þeirri ástæðu að ég stökk á það um daginn að stofan einnig slíka síðu fyrir "fjölskylduna" okkar. Eins og fram kemur á síðunni er tilgangurinn: "að opna spjallrás" fyrir okkur á meðan að heimasíðan stendur ennþá keik eins og ísjaki í hafinu og varðveitir áfram undirstöður ákveðins fróðleiks og söguþráð í tali og myndum um okkur.
Kæru skólasystkin. Með stofnun facebókar síðu okkar er ég á engan hátt að yfirgefa heimasíðuna, heldur frekar að þjappa okkur ennþá betur saman með "nútímalegum" samskiptahætti, til þess að "taka púlsinn á tilverunni". Texta mínum til stuðnings ætla ég að vitna í kvæði úr Hávamálum:
Ungur var ég forðum
fór ég einn saman,
þá varð ég villur vega;
auðigur þóttumk,
er ég annan fann,
maður er manns gaman.
Hrörnar þöll,
sú er stendur þorpi á,
hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður,
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?
Hjarðir það vitu,
nær þær heim skulu,
og ganga þá af grasi;
en ósvinnur maður
kann ævagi,
síns um mál maga.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
Eg veit einn,
að aldrei deyr;
dómur um dauðan hvern.
Skrifað af HJjr
Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 215106
Samtals gestir: 38926
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 19:15:55
clockhere