Færslur: 2010 Febrúar
27.02.2010 16:21
Æðruleysi ...........
Hlöðver átti afmæli sl .þriðjudag og Nílli Jóns í dag! Ég hitti Hlöðver hjá Katý um daginn, en ég hef hvorki séð Nílla eða heyrt í honum í mörg ár. Ég hringdi í Hlöðver í gær og sló á þráðinn til Nílla í dag og óskaði einnig til hamingju með afmælið! Þegar maður hvorki heyrir eða sér fólk/ skólasystkini sín lengi berst hjartað aðeins hraðar í spenningi yfir hvernig það sé nú að hitta þau aftur eða hvernig ætli þau taki því að allt í einu sé hringt í þau "out of the blue"!. Þrátt fyrir að þjóðfélagsaðstæður séu mjög erfiðar og óöruggar þá finn ég bara stöðugleika og æðruleysi; spennan virðist vera fyrst og fremst mín megin :)))
Ég fletti enn og aftur gegnum bók Gunnars Hersveins, Gæfuspor, og fann ekkert um æðruleysi, en í kaflanum um "Rósemd", þá kemur eftirfarandi fram: "Sá sem sækist eftir því mögulega og því sem er á hans valdi getur öðlast rósemd hjartans. Sá sem á hinn bóginn reynir að flýja hið óumflýjalega og breyta því sem ekki er á hans valdi verður eirðarlaus. Og sá sem telur sér trú um að atburðir stjórni líðan, en ekki hann sjálfur, getur ekki öðlast innsýn í rósemd hjartans. ............ Sérhver persóna þarf að rækta með sér ákveðnar dyggðir og tilfinningar til að mikilvæg verkefni sem verða á veginum heppnist vel. En engin persóna er fullgerð fyrr en hún finnur hjá sér knýjandi þörf til að gera eitthvað fyrir aðra og til að verða slík persóna þarf að efla nokkra lykilþætti; þeirra mikilvægastir eru gjöfin, þakklætið og vináttan ásamt rósemd hjartans. Ræktun þeirra skapa rmöguleikann á að lifa hamingjuríku lífi."
Mér finns þessi texti alveg stórmerkilegur, því hann talaði inní kringumstæður bæði Hlöðvers og Nílla, því þegar ég spurði þá: "hvað eruð þið eiginlega að bauka" (þ.e. hvað starfið þið við), þá voru báðir að aðstoða fólk við annars vegar "að halda velli" og hins vegar "að koma undir sig fótunum".
Ljóð dagsins, Frón, eftir Einar Ben talar einnig inn í þessar kringumstæður:
Það eitt, sem oss bindur, að elska vort land
fyrir ofan allt stríð, fyrir handan þess sand,
með þess hlutverk í höndunum fáu.
- Eins og straumar þess blandast, um láð yfir lá,
skal hér lífsstarf af samtaka þúsundum há,
þar sem hafsbrún og tindar með tign yfir brá
setja takmörkin fjarlægu, háu.
Kæru skólasystkin! Ég vil með texta þessum hvetja okkur áfram til æðruleysis og rósemdar í því sem við erum, en einnig að við gefum gaum að þeim fjársjóð sem við eigum hvert í öðru.
Ég fletti enn og aftur gegnum bók Gunnars Hersveins, Gæfuspor, og fann ekkert um æðruleysi, en í kaflanum um "Rósemd", þá kemur eftirfarandi fram: "Sá sem sækist eftir því mögulega og því sem er á hans valdi getur öðlast rósemd hjartans. Sá sem á hinn bóginn reynir að flýja hið óumflýjalega og breyta því sem ekki er á hans valdi verður eirðarlaus. Og sá sem telur sér trú um að atburðir stjórni líðan, en ekki hann sjálfur, getur ekki öðlast innsýn í rósemd hjartans. ............ Sérhver persóna þarf að rækta með sér ákveðnar dyggðir og tilfinningar til að mikilvæg verkefni sem verða á veginum heppnist vel. En engin persóna er fullgerð fyrr en hún finnur hjá sér knýjandi þörf til að gera eitthvað fyrir aðra og til að verða slík persóna þarf að efla nokkra lykilþætti; þeirra mikilvægastir eru gjöfin, þakklætið og vináttan ásamt rósemd hjartans. Ræktun þeirra skapa rmöguleikann á að lifa hamingjuríku lífi."
Mér finns þessi texti alveg stórmerkilegur, því hann talaði inní kringumstæður bæði Hlöðvers og Nílla, því þegar ég spurði þá: "hvað eruð þið eiginlega að bauka" (þ.e. hvað starfið þið við), þá voru báðir að aðstoða fólk við annars vegar "að halda velli" og hins vegar "að koma undir sig fótunum".
Ljóð dagsins, Frón, eftir Einar Ben talar einnig inn í þessar kringumstæður:
Það eitt, sem oss bindur, að elska vort land
fyrir ofan allt stríð, fyrir handan þess sand,
með þess hlutverk í höndunum fáu.
- Eins og straumar þess blandast, um láð yfir lá,
skal hér lífsstarf af samtaka þúsundum há,
þar sem hafsbrún og tindar með tign yfir brá
setja takmörkin fjarlægu, háu.
Kæru skólasystkin! Ég vil með texta þessum hvetja okkur áfram til æðruleysis og rósemdar í því sem við erum, en einnig að við gefum gaum að þeim fjársjóð sem við eigum hvert í öðru.
Skrifað af HJjr
- 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 214817
Samtals gestir: 38843
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 04:26:32
clockhere