Færslur: 2010 Apríl
11.04.2010 11:25
Hugarstyrkur ..........
Kæru skólasystin!
Þá eru páskarnir búnir og vorið að bresta á. Það varð nú engin innrás af okkar hálfu á Ísafjörð, heldur af tónlistarfólki sem gerði það að bærinn okkar komst hvorki meira né minna en í heimsfréttirnar. Þvílík snilldarhugmynd hjá honum Mugison. Næsti möguleiki á heimsókn okkar er þá í sumar og geri ég ráð fyrir að fleiri okkar ráðgeri slíkt. Það væri því tilvalið þegar slík ákvörðun hefur verið tekin að láta vita hér á síðunni okkar undir fyrirsögninni "Kveðjur" til að gefa möguleika á smá hittingi, þó ekki væri nema í smá morgunkaffi í Gamla bakaríinu (mætipunktur 1954).
Ég geri ráð fyrir að nú séu margir í óða önn að huga að görðum og gróðri og þá ekki sízt að börnunum sem eru bráðum að fara í vorprófin sín. Muniði þegar sólin var að brjótast fram úr skýjum og yfir fjallsbrúnirnar og ylurinn togaði okkur fram á Dal eða inn á fótboltavöll. Þetta var eitthvað svo einfalt á þessum tíma miðað við í dag; nú er einfaldleikinn orðinn að fyrirtæki og allt orðið erfiðara í framkvæmd. Spurning hvort þetta séu raunverulegar aðstæður eða bara tíðarandinn sem hefur breytt viðhorfum okkar í þetta flækjustig. Ég er sannfærður um að þær aðstæður/ ástand sem nú eru á landinu okkar færi okkur aftur nær hvert öðru. Þannig eigum við smám saman eftir að endurupplifa þann styrk sem er til staðar innan okkar vébanda, en sem virðist kannski fjarlægur þessa stundina. Það er því mikilvægt að við séum dugleg að senda og kasta kveðju til hvers annars og ekki minnst í huganum ...........!
Ljóð dagsins er algjör snilld. Það heitir "Á páskum" og er eftir Þorgeir Sveinbjarnarson:
Aldrei hefur birta morgunsins
og litur landsins
ljómað eins skært og í dag.
Sjá, auga lyftist
og fær ljós að gjöf.
Lífbrún fagnar moldin
og angar.
Geisli leikur tónmjúkt
sterkri hendi
við stráin.
Enginn
dáinn.
Gangan er létt
úr garði
til glaðra endurfunda.
Það sem var
er heilt
framundan
horfið,
en ekki liðið.
Í birtu morgunsins
mætir þú Kristi
við hliðið.
Þessu til staðfestingar vísa ég enn og aftur í lagið á forsíðunni: "Ekki 1. apríl"!
Þá eru páskarnir búnir og vorið að bresta á. Það varð nú engin innrás af okkar hálfu á Ísafjörð, heldur af tónlistarfólki sem gerði það að bærinn okkar komst hvorki meira né minna en í heimsfréttirnar. Þvílík snilldarhugmynd hjá honum Mugison. Næsti möguleiki á heimsókn okkar er þá í sumar og geri ég ráð fyrir að fleiri okkar ráðgeri slíkt. Það væri því tilvalið þegar slík ákvörðun hefur verið tekin að láta vita hér á síðunni okkar undir fyrirsögninni "Kveðjur" til að gefa möguleika á smá hittingi, þó ekki væri nema í smá morgunkaffi í Gamla bakaríinu (mætipunktur 1954).
Ég geri ráð fyrir að nú séu margir í óða önn að huga að görðum og gróðri og þá ekki sízt að börnunum sem eru bráðum að fara í vorprófin sín. Muniði þegar sólin var að brjótast fram úr skýjum og yfir fjallsbrúnirnar og ylurinn togaði okkur fram á Dal eða inn á fótboltavöll. Þetta var eitthvað svo einfalt á þessum tíma miðað við í dag; nú er einfaldleikinn orðinn að fyrirtæki og allt orðið erfiðara í framkvæmd. Spurning hvort þetta séu raunverulegar aðstæður eða bara tíðarandinn sem hefur breytt viðhorfum okkar í þetta flækjustig. Ég er sannfærður um að þær aðstæður/ ástand sem nú eru á landinu okkar færi okkur aftur nær hvert öðru. Þannig eigum við smám saman eftir að endurupplifa þann styrk sem er til staðar innan okkar vébanda, en sem virðist kannski fjarlægur þessa stundina. Það er því mikilvægt að við séum dugleg að senda og kasta kveðju til hvers annars og ekki minnst í huganum ...........!
Ljóð dagsins er algjör snilld. Það heitir "Á páskum" og er eftir Þorgeir Sveinbjarnarson:
Aldrei hefur birta morgunsins
og litur landsins
ljómað eins skært og í dag.
Sjá, auga lyftist
og fær ljós að gjöf.
Lífbrún fagnar moldin
og angar.
Geisli leikur tónmjúkt
sterkri hendi
við stráin.
Enginn
dáinn.
Gangan er létt
úr garði
til glaðra endurfunda.
Það sem var
er heilt
framundan
horfið,
en ekki liðið.
Í birtu morgunsins
mætir þú Kristi
við hliðið.
Þessu til staðfestingar vísa ég enn og aftur í lagið á forsíðunni: "Ekki 1. apríl"!
Skrifað af HJjr
- 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 214817
Samtals gestir: 38843
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 04:26:32
clockhere