Færslur: 2010 September

11.09.2010 17:05

Hvað við erum dýrmæt ...........

Kæru skólasystkin!

Síðan okkar hefur lítið breyst í sumar; spurt er: fór "hún" í sumarfrí?, minnkaður áhugi?. Svarið er: "sitt lítið af hverju"! Síðunni var ætlað að endurspegla okkur sem heild og ekki nokkra einstaklinga. Hún er galopin fyrir öllum tillögum um breytingar og endurbætur og ekki sízt kveðjur og hvatningarorð inn í hópinn okkar. Þess vegna er mikilvægt að við öll og ekki bara nokkrir aðilar sjái löngun hjá sér til að kasta kveðju og ekki minnst afmæliskveðju til hvers annars þegar það á við. Þetta atriði hefur þannig sérstaklega verið til reynslu í sumar og afraksturinn má lesa um á viðeigandi stað. Mér og fleirum okkar þykir notalegt að gægjast inn á síðuna og kalla þannig fram minningar frá fyrri árum. Það reynir því stundum á þolinmæðina þegar "ekkert er að gerast"! Þannig leið greinilega fleirum en mér í sumar við að sjá hversu kveðjurnar urðu í raun fáar. Kannski er fésbókin að taka sinn tíma (toll)!

Lilja hefur nú riðið á vaðið og sent okkur heila tunnu af "blómum" til að vakna til lífisins á ný og taka hraustlega á haustinu og vetrinum sem kemur víst í kjölfarið. Þá hefur það verið orðað að þær hugleiðingar sem komið hafa frá "síðustjóranum" (webmaster) gætu verið of alvarlegar og gætu þannig fælt fólk frá lestri þeirra. Síðustjóri heldur alveg öfugt; ef þær væru ekki lesnar þá myndi enginn gera athugasemd :?? Hann er hins vegar opin fyrir öllum breytingartillögum ==

Í ljóði dagsins sem heitir Kveld og er eftir Stephan G. Stephansson, er margt sem talar inn í kringumstæður okkar og bið ég að þau verði okkur öllum til hvatningar á komandi haustdögum:

Í rökkrinu, þegar ég orðinn er einn
og af mér hef reiðingnum velt
og jörðin vor hefur sjálfa sig
frá sól inn í skuggana elt
og mælginni sjálfri sigur í brjóst
og sofnar við hundanna gelt -

En lífsönnin dottandi í dyrnar er sest,
sem daglengis vörður minn er,
sem styggði upp léttfleygu ljóðin mín öll,
svo liðu þau sönglaust frá mér,
sem vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft
og himininn ætlaði sér -

Hver sárfeginn gleymdi ég og sættist við allt,
er sjálfráður mætti ég þá
í kyrrðinni og dimmunni dreyma það land,
sem dagsljósið skein ekki á,
þar æ upp af skipreika skolast hún von
og skáldanna reikula þrá -

Það landið, sem ekki með o´nálag hátt
í upphæðum neitt getur bæst,
þar einskis manns velferð er volæði hins
né valdið er takmarkið hæst
og sigurinn aldrei er sársauki neins,
en sanngrini er boðorðið æðst.
  • 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 214817
Samtals gestir: 38843
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 04:26:32
clockhere