Færslur: 2010 Desember
05.12.2010 17:54
Aðventan og jólin .....
Kæru vinir!
Aðventan eða jólafasta, kemur frá katólskum sið, en þá var fastað síðustu 3-4 vikurnar fyrir jól. Þá var ekki borðað kjöt og þessi desemberfasta hugsuð sem undirbúningur fyrir fæðingarhátíð Frelsasarns. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýðir "koma Drottins"! Hún hefst á 4. sunnudegi fyrir jóladag eða þann sunnudag, sem er næstur svokallaðri Andrésarmessu 30. nóvember, sem í ár var 29. nóvember.
Hjá mörgum er aðventan kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins. Þá hefst hinn eiginlegi undirbúningur jólanna og helgarnar fram að jólum notaðar til að setja upp útiskraut, stjaka í glugga og skrifa jólakort. Þá er einnig kveikt á kertum, sérstaklega kertunum fjórum í aðventustjakanum sem hver hafa sitt heiti og viðeigandi skýringar.
Það sem er mikilvægast í öllum þessum undirbúningi er að reyna að sleppa stressinu og njóta hverrrar stundar saman með fjölskyldu og vinum við yl minninga liðins tíma; já tíma og atvika sem koma ekki aftur. Það getur verið misgleðilegt að rifja upp fyrri tíma; en þá er nauðsynlegt að íhuga hvað það sem miður hefur farið hefur mögulega kennt okkur í framhaldinu. Adventan og jólin er allavega sá tími sem gefur okkur tækifæri til að sleppa huganum af leiðindum og vonleysi og grípa til ljóssins sem færir með sér bæði birtu og yl inn í kringumstæðurnar hversu slæmar eða erfiðar þær eru.
Í kvæði sínu: "Á aðventu", kemst Steingerður Guðmundsdóttir þannig að orði:
Í skammdegismyrkri
þá skuggar lengjast
er skinið frá birtunni næst
ber við himininn hæst.
Hans fótatak nálgast
þú finnur blæinn
af Frelsarans helgiró -
hann veitir þér vansælum fró.
Við dyrastaf hljóður
hann dvelur - og sjá
þá dagar í myrkvum rann
hann erindi á við hvern mann.
Þinn hugur kyrrist
þitt hjarta skynjar
að hógværðin býr honum stað
þar sest hann sjálfur að.
Og jólin verða
í vitund þinni
að vermandi kærleiks yl
sem berðu bölheima til.
Með þessum orðum óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir liðnar stundir!
Aðventan eða jólafasta, kemur frá katólskum sið, en þá var fastað síðustu 3-4 vikurnar fyrir jól. Þá var ekki borðað kjöt og þessi desemberfasta hugsuð sem undirbúningur fyrir fæðingarhátíð Frelsasarns. Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýðir "koma Drottins"! Hún hefst á 4. sunnudegi fyrir jóladag eða þann sunnudag, sem er næstur svokallaðri Andrésarmessu 30. nóvember, sem í ár var 29. nóvember.
Hjá mörgum er aðventan kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins. Þá hefst hinn eiginlegi undirbúningur jólanna og helgarnar fram að jólum notaðar til að setja upp útiskraut, stjaka í glugga og skrifa jólakort. Þá er einnig kveikt á kertum, sérstaklega kertunum fjórum í aðventustjakanum sem hver hafa sitt heiti og viðeigandi skýringar.
Það sem er mikilvægast í öllum þessum undirbúningi er að reyna að sleppa stressinu og njóta hverrrar stundar saman með fjölskyldu og vinum við yl minninga liðins tíma; já tíma og atvika sem koma ekki aftur. Það getur verið misgleðilegt að rifja upp fyrri tíma; en þá er nauðsynlegt að íhuga hvað það sem miður hefur farið hefur mögulega kennt okkur í framhaldinu. Adventan og jólin er allavega sá tími sem gefur okkur tækifæri til að sleppa huganum af leiðindum og vonleysi og grípa til ljóssins sem færir með sér bæði birtu og yl inn í kringumstæðurnar hversu slæmar eða erfiðar þær eru.
Í kvæði sínu: "Á aðventu", kemst Steingerður Guðmundsdóttir þannig að orði:
Í skammdegismyrkri
þá skuggar lengjast
er skinið frá birtunni næst
ber við himininn hæst.
Hans fótatak nálgast
þú finnur blæinn
af Frelsarans helgiró -
hann veitir þér vansælum fró.
Við dyrastaf hljóður
hann dvelur - og sjá
þá dagar í myrkvum rann
hann erindi á við hvern mann.
Þinn hugur kyrrist
þitt hjarta skynjar
að hógværðin býr honum stað
þar sest hann sjálfur að.
Og jólin verða
í vitund þinni
að vermandi kærleiks yl
sem berðu bölheima til.
Með þessum orðum óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir liðnar stundir!
Skrifað af HJjr
- 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 214817
Samtals gestir: 38843
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 04:26:32
clockhere