Færslur: 2011 Janúar
08.01.2011 16:53
Viðráðanleg markmið ..........
Kæru skólasystkin!
Nú er nýtt ár hafið og það gamla kvatt. Fólk kveður og heilsar á margvíslegan hátt; í hljóði, upphátt, með látum, með gleði, með sorg, í baráttuhug .......... Það sem mest ber þó á eru öll blysin, raketturnar og sprengjurnar og síðan þessi mikli hamagangur í líkamsræktarstöðvunum. Ég virði báðar þessar íþróttir, en mér finnst þær vera öfgakenndar. Ég held að það sé auðveldara að gera minni og fleiri hluti sem taka jafnvel lengri tíma, heldur en eitthvað risastórt og snöggt. Þannig tala ég einnig til sjúklinga minna varðandi endurhæfingu; "settu þér viðráðanleg markmið sem þú getur verið stolt/ur yfir þegar þeim líkur"! Þannig vil ég líka tala til ykkar kæru skólasystkin og vinir; setjum okkur viðráðanleg markmið í upphafi árs sem við getum unnið með og verið stolt yfir þegar þeim líkur! Markmiðin geta verið með margvíslegum hætti. Það sem ég vil sérstaklega vekja athygli á er aukinn áhugi fólks á andlega hluta líkamsræktarinnar og ekki bara kílóunum. Ég er sannfærður um að þegar upp er staðið, þá eru hlaupabrettin frekar til líkamlegra vandræða heldur en til andlegrar vellíðunar. Regluleg hreyfing sem líkaminn þolir vel gefur einnig möguleika á að rifja upp liðna atburði sem bæði er hægt að gleðjast yfir og læra af, til að gera nútíðina skemmtilegri og framtíðina spennandi.
Orðum mínum til staðfestingar er hér ljóð Hannesar Hafstein: "Klíf í brattann"!
Brekkur eru oftast lægri
upp að fara, en til að sjá.
Einstig reynast einatt hærri
en þau sýnast neðan frá.
Himinglæfur, brattar, breiðar
bátunum skila´, ef lags er gætt.
Flestar elfur reynast reiðar
rétt og djarft ef brot er þrætt.
T'iðum eyðir allri samræmd
afls og þols: að hika sér.
Kvíðinn heftir hálfa framkvæmd.
Hálfur sigur þorið er.
Klíf í brattann! Beit í vindinn,
brotin þræð og hika ei!
Hik er aðal-erfðasyndin.
Út í stríðið, sveinn og mey!
Þann 28. janúar nk. verður hefðbundið Sólarkaffi Ísfirðinga á Broadway. Þá gefst okkur einstakt tækifæri til að hittast og kætast saman. Ég vil hér með hvetja okkur til að taka kvöldið frá í tíma til að ekkert verði því til afsökunar að komast ekki. Heyrst hefur sá möguleiki að hittast áður og verður það auglýst sérstaklega á síðunni og með tölvupósti.
Nú er nýtt ár hafið og það gamla kvatt. Fólk kveður og heilsar á margvíslegan hátt; í hljóði, upphátt, með látum, með gleði, með sorg, í baráttuhug .......... Það sem mest ber þó á eru öll blysin, raketturnar og sprengjurnar og síðan þessi mikli hamagangur í líkamsræktarstöðvunum. Ég virði báðar þessar íþróttir, en mér finnst þær vera öfgakenndar. Ég held að það sé auðveldara að gera minni og fleiri hluti sem taka jafnvel lengri tíma, heldur en eitthvað risastórt og snöggt. Þannig tala ég einnig til sjúklinga minna varðandi endurhæfingu; "settu þér viðráðanleg markmið sem þú getur verið stolt/ur yfir þegar þeim líkur"! Þannig vil ég líka tala til ykkar kæru skólasystkin og vinir; setjum okkur viðráðanleg markmið í upphafi árs sem við getum unnið með og verið stolt yfir þegar þeim líkur! Markmiðin geta verið með margvíslegum hætti. Það sem ég vil sérstaklega vekja athygli á er aukinn áhugi fólks á andlega hluta líkamsræktarinnar og ekki bara kílóunum. Ég er sannfærður um að þegar upp er staðið, þá eru hlaupabrettin frekar til líkamlegra vandræða heldur en til andlegrar vellíðunar. Regluleg hreyfing sem líkaminn þolir vel gefur einnig möguleika á að rifja upp liðna atburði sem bæði er hægt að gleðjast yfir og læra af, til að gera nútíðina skemmtilegri og framtíðina spennandi.
Orðum mínum til staðfestingar er hér ljóð Hannesar Hafstein: "Klíf í brattann"!
Brekkur eru oftast lægri
upp að fara, en til að sjá.
Einstig reynast einatt hærri
en þau sýnast neðan frá.
Himinglæfur, brattar, breiðar
bátunum skila´, ef lags er gætt.
Flestar elfur reynast reiðar
rétt og djarft ef brot er þrætt.
T'iðum eyðir allri samræmd
afls og þols: að hika sér.
Kvíðinn heftir hálfa framkvæmd.
Hálfur sigur þorið er.
Klíf í brattann! Beit í vindinn,
brotin þræð og hika ei!
Hik er aðal-erfðasyndin.
Út í stríðið, sveinn og mey!
Þann 28. janúar nk. verður hefðbundið Sólarkaffi Ísfirðinga á Broadway. Þá gefst okkur einstakt tækifæri til að hittast og kætast saman. Ég vil hér með hvetja okkur til að taka kvöldið frá í tíma til að ekkert verði því til afsökunar að komast ekki. Heyrst hefur sá möguleiki að hittast áður og verður það auglýst sérstaklega á síðunni og með tölvupósti.
Skrifað af HJjr
- 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 214817
Samtals gestir: 38843
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 04:26:32
clockhere