Færslur: 2011 September

05.09.2011 22:21

Ástarkveðjur frá Rósu og Bjarndísi til árgangs 1954

Enn við komin erum saman

þá alltaf ríkir fjör og gaman,

sko árgangurinn okkar ber

af öðrum slíkum á landi hér.

Við ávallt munum æsku ljúfa daga

þegar öll í skóla við byrjuðum að kjaga,

við vorum alltaf afskaplega hress

eflaust jók það kennaranna stress.

Það var gaman, þetta er alveg satt

þegar út um gluggan "kladdinn" datt,

ög töluvert það tók á kennarann

þegar teiknibólu hann fékk í sitjandann,

við elskuðum hann engu að síður þó

en inn í okkur lítill púki bjó.

Þá var alltaf eitthvað hægt að gera

áhyggjur við þurftum ekki að bera,

þá sérhver dagur leið við leiki og gaman

við lifðum bara til að vera saman.

En síðan tóku unglingsárin við

og ekki var þá minna gamanið,

skólahljómsveit reif upp rokkið þar

og Rabbi Jóns hann barði trommurnar.

Kvikmyndin um þennan árgang er

afreksverk, það skilja allir hér,

Mummi Þór þá aldrei af sér dró

að erfiðleikunum hann bara hló.

Þótt árum fjölgi,  ennþá erum við

innst í hjörtum samhent púkalið,

ýmsir líta yfir árganginn

og óska að mega ganga í söfnuðin.

En kennitölum þyrfti að breyta þá

og Þjóðskráin myndi aldrei segja já,

nei þetta er sko OKKAR árgangur

sem einstaklega vel er heppnaður,

á svipuðum tíma öll við erum getin

það er augljóst mál, þá var hollur matur étin.

Já árin breyta okkur fjarska lítið

er þetta ekki dásamlegt og skrítið,

þó hárum fækki og fölni liturinn

þá finnst í okkur sami krafturinn.

Hrukkurnar þær myndast ein og ein

þær ekki gera nokkrum manni mein,

það er nú svo, við erum bara við

og við munum ávallt standa hlið við hlið.

Áföllum við aldrei sleppum frá

aðstoð veita góðir vinir þá,

í hópnum fækkað hefur gegnum árin

þá hjálpum við hvert öðru að þerra tárin.

Við minnumst þeirra sem héðan eru horfin

í hjörtu okkar mynd af þeim er sorfin,

þau gleymast ekki þó gleðin taki völd

og gleðjast eflaust með okkur í kvöld.

Svo lífsglöð, hress og yndisleg við erum

og aldurinn með virðuleika berum,

en nú er mál að ljúka lestrinum

við lifum öll í sælum minningum,

við erum stoltar af okkar árgangi

ástarkveðjur frá Rósu og Bjarndísi.
                                                G.G.

  • 1
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 362
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 203540
Samtals gestir: 37272
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:49
clockhere