Færslur: 2012 Febrúar
05.02.2012 08:56
"Líf þitt átt þú ..............."
Kæru skólasystkin!
Annasamur tími jóla og áramóta er að baki og búið að blása í lúður til að fagna nýjum fyrirheitum. Til að stytta stundir tíma með vondum veðrum og dimmum dögum er efnt til margvíslegra mannamóta. Eitt það merkasta í huga Ísfirðinga er svokallað Sólarkaffi, en þá eru borðaðar pönnukökur í tilefni þess að sólin nái að skína á Eyrina og bæinn okkar í fyrsta sinn á nýju ári. Í Reykjavík hefur skapast sú hefð fyrir tilstuðlan Ísfirðingafélagsins að brottfluttir Ísfirðingar hittist og kætist saman rifji upp gamlar minningar "að vestan"!
Það er ekki hægt að tala um hefð, þó "Ísfirskir bæjarpúkar 1954" hafi stormað saman á Sólarkaffi í fyrra og ákveðið að gera það aftur í ár. En ástæðan var sú að hittingurinn í fyrra var flestum eftirminnilegur og til það mikillar gleði að ástæða þótti til að endurtaka viðburðinn. Eins og með allar hefðir, þá einkennast þær af því að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur hvort sem það þykir gott eða ekki. Nú brá svo við að forsvarsmenn Ísfirðingafélagsins vildu breyta um samkomustað og fyrirkomulag "til að þétta mannskapinn" og "skapa meiri nálgun"! Viti menn - þeir þekkja ekki sitt fólk (enda miklu yngri) og Ísfirðingar eru nú fastari fyrir en svo að láta smala sér saman í einhverja stólalausa kompu niður við Tjörnina í Reykjavík til að borða rjómapönnuköku standandi fyrir framan gargandi endur og máfa ............ (sem stela öllu steini léttara úr hendi manns)!
NEI; Bæjarpúkar 1954 snéru "hart í bak" - enda kraftmikill skipstjóri við stýrið - sem fyrirskipaði öllum að lenda í sinni höfn og dvelja þar að vild! En eins og við öll vitum um "kraftmikla" skipstjóra, þá er það konan sem þar ræður og á örskotsstund vorum við boðin að borði sem enginn okkar sem þar voru hefðu viljað missa af.
Kvöldið leið allt of fljótt; svo ég vitni til sögunnar um stóra naglann sem pabbinn fékk frá syni sínum í jólagjöf með utanáskriftinni: "pabbi - það er ekki stærðin sem skiptir máli, heldur hugurinn á baki við"; þá ríkti mikil samkennd í hópnum okkar. Við tókum fram "kladdann" og þar sem ég hafði reynslu frá barnaskólaárunum fékk ég það hlutverk að kalla upp nöfn og merkja við viðstadda. Það var ekki síður skemmtilegt að spá og spekúlera í hvar hinir væru staddir og niðurkomnir, þannig að lokum var eins og allur hópurinn væri mættur á staðinn :))
Þið sem ekki voruð getið ekki ímyndað ykkur hvað við áttum í raun góðar stundir saman á skólaárunum okkar. Þrátt fyrir alla fyrri hittinga er eins og það sé endalaust hægt að rifja upp og hlæja að því sem við gerðum. Þó svo að hægt sé að minnast margs í hljóði, þá verða atburðirnir svo ljóslifandi þegar við komu saman. Eins og samveran er ljúf og minningarnar flestar góðar, þá er okkur endurfundir í sjálfsvald settir. Ég vil þakka öllum fyrir þessa frábæru kvöldstund og minna að það er ekki stærðin sem skiptir máli, heldur hvert og eitt okkar eins og við erum.
Mér finnst ljóðið: "Líf þitt átt þú", eftir Jón úr Vör, tala inn í þessar kringumstæður okkar:
Líf þitt átt þú.
Ekki á ég það.
Enginn á það
nema þú.
En hamingjuna,
hver á hana?
Hana á
enginn einn.
Kæru skólasystkin. Ég vil hvetja okkur til þess að hugleiða þann fjársjóð sem við eigum í hvert öðru. Þrátt fyrir að við/ þú eigum okkar líf, sem hver og einn þekkir til, þá er endalaust hægt að bæta það og kæta með jákvæðum og kærleiksríkum hugsunum til bæði liðinna og ókominna stunda með hópnum okkar.
Annasamur tími jóla og áramóta er að baki og búið að blása í lúður til að fagna nýjum fyrirheitum. Til að stytta stundir tíma með vondum veðrum og dimmum dögum er efnt til margvíslegra mannamóta. Eitt það merkasta í huga Ísfirðinga er svokallað Sólarkaffi, en þá eru borðaðar pönnukökur í tilefni þess að sólin nái að skína á Eyrina og bæinn okkar í fyrsta sinn á nýju ári. Í Reykjavík hefur skapast sú hefð fyrir tilstuðlan Ísfirðingafélagsins að brottfluttir Ísfirðingar hittist og kætist saman rifji upp gamlar minningar "að vestan"!
Það er ekki hægt að tala um hefð, þó "Ísfirskir bæjarpúkar 1954" hafi stormað saman á Sólarkaffi í fyrra og ákveðið að gera það aftur í ár. En ástæðan var sú að hittingurinn í fyrra var flestum eftirminnilegur og til það mikillar gleði að ástæða þótti til að endurtaka viðburðinn. Eins og með allar hefðir, þá einkennast þær af því að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur hvort sem það þykir gott eða ekki. Nú brá svo við að forsvarsmenn Ísfirðingafélagsins vildu breyta um samkomustað og fyrirkomulag "til að þétta mannskapinn" og "skapa meiri nálgun"! Viti menn - þeir þekkja ekki sitt fólk (enda miklu yngri) og Ísfirðingar eru nú fastari fyrir en svo að láta smala sér saman í einhverja stólalausa kompu niður við Tjörnina í Reykjavík til að borða rjómapönnuköku standandi fyrir framan gargandi endur og máfa ............ (sem stela öllu steini léttara úr hendi manns)!
NEI; Bæjarpúkar 1954 snéru "hart í bak" - enda kraftmikill skipstjóri við stýrið - sem fyrirskipaði öllum að lenda í sinni höfn og dvelja þar að vild! En eins og við öll vitum um "kraftmikla" skipstjóra, þá er það konan sem þar ræður og á örskotsstund vorum við boðin að borði sem enginn okkar sem þar voru hefðu viljað missa af.
Kvöldið leið allt of fljótt; svo ég vitni til sögunnar um stóra naglann sem pabbinn fékk frá syni sínum í jólagjöf með utanáskriftinni: "pabbi - það er ekki stærðin sem skiptir máli, heldur hugurinn á baki við"; þá ríkti mikil samkennd í hópnum okkar. Við tókum fram "kladdann" og þar sem ég hafði reynslu frá barnaskólaárunum fékk ég það hlutverk að kalla upp nöfn og merkja við viðstadda. Það var ekki síður skemmtilegt að spá og spekúlera í hvar hinir væru staddir og niðurkomnir, þannig að lokum var eins og allur hópurinn væri mættur á staðinn :))
Þið sem ekki voruð getið ekki ímyndað ykkur hvað við áttum í raun góðar stundir saman á skólaárunum okkar. Þrátt fyrir alla fyrri hittinga er eins og það sé endalaust hægt að rifja upp og hlæja að því sem við gerðum. Þó svo að hægt sé að minnast margs í hljóði, þá verða atburðirnir svo ljóslifandi þegar við komu saman. Eins og samveran er ljúf og minningarnar flestar góðar, þá er okkur endurfundir í sjálfsvald settir. Ég vil þakka öllum fyrir þessa frábæru kvöldstund og minna að það er ekki stærðin sem skiptir máli, heldur hvert og eitt okkar eins og við erum.
Mér finnst ljóðið: "Líf þitt átt þú", eftir Jón úr Vör, tala inn í þessar kringumstæður okkar:
Líf þitt átt þú.
Ekki á ég það.
Enginn á það
nema þú.
En hamingjuna,
hver á hana?
Hana á
enginn einn.
Kæru skólasystkin. Ég vil hvetja okkur til þess að hugleiða þann fjársjóð sem við eigum í hvert öðru. Þrátt fyrir að við/ þú eigum okkar líf, sem hver og einn þekkir til, þá er endalaust hægt að bæta það og kæta með jákvæðum og kærleiksríkum hugsunum til bæði liðinna og ókominna stunda með hópnum okkar.
Skrifað af HJjr
- 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 214817
Samtals gestir: 38843
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 04:26:32
clockhere