Færslur: 2013 Febrúar
03.02.2013 11:57
"Stormar hafa stælt þig ......... "
Kæru skólasystkin!
"Öll él birtir upp um síðir", segjum við gjarnan þegar mikið hefur gengið á og síðan fer að lægja eða sér fyrir endann á þeim málum og þá yfirleitt vandamálum sem við horfum upp á eða erum aðilar að. Þannig var okkur vestfirðingum örugglega innanbrjósts þegar eitt af verstu vetrarveðrunum geisaði yfir um daginn, braut niður rafmagnsstaura, sleit sundur rafmagnslínur og lokaði helstu vegunum. Það er ótrúlegt hvað getur komið upp á, þrátt fyrir að við teljum okkur hafa undirbúið hlutina þannig eða búið svo um hnútana að allt eigi að vera öruggt og þekkt vandamál ekki að þurfa að endurtaka sig. Þannig hugsuðu þeir sem voru á vaktinni í Orkubúinu þegar drepa þurfi á ljósvélinni og ekki til rafmagn í endurstartið og þeir sem lokuðust inni í Súðavík og komust hvorki um lönd né strönd og við sem horfðum á eftir Katý skólasystir okkar eftir mikla baráttu við illvígan sjúkdóm.
Já - það var blásið til Sólarkaffis Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. Ég hef alltaf litið á þessar samkomur eingöngu ætlaðar öldruðum Ísfirðingum og ekki okkur unglingunum. En undanfarin ár hefur stíft verið leitað í raðir okkar að ræðumanni kvöldsins eins og í þetta sinn, þegar Hrólli varð fyrir valinu. Það var því ekki að ástæðulausu að fiðringur fór um 1954 árganginn af tilhlökkun eftir að heyra hvar skólbróðir okkar myndi grípa niður í minningabankann. Ég er sannfærður um að tilhlökkun Hrólla hafi ekki verið mikil fyrir að stíga á þennan stokk; hann hefði frekar viljað sjá beljandi sjó og spriklandi fiska heldur en öll þessi andlit, kringlótt af spenningi yfir því hvað hann myndi segja. Eins og vænta mátti fór hann á kostum í frásögn sinni af prakkarastrikum sínum og nánustu félaga hans, hverfabardögum Hlíðavegs-, Króks- og Neðribæjarpúka og óförum fólks sem allir þekktu. Þannig "birti öll élin okkar upp um síðir" með bardaga og sigurrræðunni hans Hrólla og síðan söng og spili skólahljómsveitarinnar Trapp sem viðhélt sigurvímunni inn í svefninn.
Og hvað svo - jú, þó svo að "mér finnist svona samkoma ætluð öldruðum einstaklingum", þá ætla ég ekki að láta það trufla mig lengur, heldur njóta þessa tækifæris sem gefst til að við 1954-ingar hittumst og kætumst saman og náum þá einnig að hitta alla hina (þessa eldri) líka. Það var því sérstaklega ánægjulegt að mæta fyrst heima hjá Siggu og Hilmari, því þegar á hólminn kom var margt annað sem truflaði samveruna. Ég sakna þess meir og meir að ekki fleiri nái að koma og vera með. Eins og alltaf eru aðstæður misjafnar eða skilaboð, sími og tölvupóstur ekki að virka sem skildi. Ég er viss um að ef við leggjum okkur öll fram og ekki bara nokkrir, þá mun það takast smám saman að hópurinn stækkar og þéttist og fleiri tækifæri verði að raunveruleika.
Eftir svona él, kemur yfirleitt blíða. Og þar sem við notum hér stöðugt samlíkingu við veðrið, þá var mér snemma kennt að "það er alltaf veður", en það er undir mér (okkur) komið hvernig við bregðusmt við því. Á þessum tíma er dagurinn farinn að lengjast eða birta hans að aukast enda sólin búin að ná yfir fjallatoppana fyrir vestan. Það minnir okkur á að páskar séu einnig skammt undan og markmiðin beinast því næst að þeim. Enn einu sinna getum við fagnað því að vera Ísfirðingar, því þar er fjörið og ekki í henni Reykjavík. Þannig geta þeir sem ætla vestur um páskana farið að hlakka til þess tíma og reiknað inn smá aflögustund til að hittast þar og kætast saman.
Kæru skólasystkin. Ég vil enn einu sinni hvetja okkur til að hugsa vel til hvers annars og reyna að hafa upp á eins mörgum "týndum" systkinum og hægt er, til að ná þeim aftur inn í hópinn okkar. Þegar ég hugsa til ræðunnar hans Hrólla, þá fyllist ég eldmóði og átthagaþrá sem Hrólli staðfesti að væri innst inni í okkur, en ég tel mig einnig skilja efa og ótta sem getur auðveldlega komið upp og orðið þessum löngunum yfirsterkari og fjarlægðinni fegnari. Orðum mínum til stuðnings vitna ég í dag í kvæði Sverris Haraldssonar, "Stormar hafa stælt þig".
Stormar hafa stælt þig
og styrjaldirnar hert þig,
nepjan hefur níst þig,
svo nú ertu líkt og gengur
kaldur ein og klaki
og kvartar ekki lengur.
Sorgin hefur sært þig
og söknuðurinn grætt þig,
bestu vinir blekkt þig
svo bærist varla lengur
innst í þinu eðli
æsku þinnar strengur.
En vorið hefur vermt þig
og vonin hefur glatt þig,
söngur hefur seitt þig,
og svo mun hljóma lengur
innst í þínu eðli
yndislegur strengur.
Trúin hefur treyst þig
og tryggðin hefur styrkt þig,
vorið hefur vermt þig
svo verða muntu lengur
bak við héluhjúpinn
hjartagóður drengur.
"Öll él birtir upp um síðir", segjum við gjarnan þegar mikið hefur gengið á og síðan fer að lægja eða sér fyrir endann á þeim málum og þá yfirleitt vandamálum sem við horfum upp á eða erum aðilar að. Þannig var okkur vestfirðingum örugglega innanbrjósts þegar eitt af verstu vetrarveðrunum geisaði yfir um daginn, braut niður rafmagnsstaura, sleit sundur rafmagnslínur og lokaði helstu vegunum. Það er ótrúlegt hvað getur komið upp á, þrátt fyrir að við teljum okkur hafa undirbúið hlutina þannig eða búið svo um hnútana að allt eigi að vera öruggt og þekkt vandamál ekki að þurfa að endurtaka sig. Þannig hugsuðu þeir sem voru á vaktinni í Orkubúinu þegar drepa þurfi á ljósvélinni og ekki til rafmagn í endurstartið og þeir sem lokuðust inni í Súðavík og komust hvorki um lönd né strönd og við sem horfðum á eftir Katý skólasystir okkar eftir mikla baráttu við illvígan sjúkdóm.
Já - það var blásið til Sólarkaffis Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. Ég hef alltaf litið á þessar samkomur eingöngu ætlaðar öldruðum Ísfirðingum og ekki okkur unglingunum. En undanfarin ár hefur stíft verið leitað í raðir okkar að ræðumanni kvöldsins eins og í þetta sinn, þegar Hrólli varð fyrir valinu. Það var því ekki að ástæðulausu að fiðringur fór um 1954 árganginn af tilhlökkun eftir að heyra hvar skólbróðir okkar myndi grípa niður í minningabankann. Ég er sannfærður um að tilhlökkun Hrólla hafi ekki verið mikil fyrir að stíga á þennan stokk; hann hefði frekar viljað sjá beljandi sjó og spriklandi fiska heldur en öll þessi andlit, kringlótt af spenningi yfir því hvað hann myndi segja. Eins og vænta mátti fór hann á kostum í frásögn sinni af prakkarastrikum sínum og nánustu félaga hans, hverfabardögum Hlíðavegs-, Króks- og Neðribæjarpúka og óförum fólks sem allir þekktu. Þannig "birti öll élin okkar upp um síðir" með bardaga og sigurrræðunni hans Hrólla og síðan söng og spili skólahljómsveitarinnar Trapp sem viðhélt sigurvímunni inn í svefninn.
Og hvað svo - jú, þó svo að "mér finnist svona samkoma ætluð öldruðum einstaklingum", þá ætla ég ekki að láta það trufla mig lengur, heldur njóta þessa tækifæris sem gefst til að við 1954-ingar hittumst og kætumst saman og náum þá einnig að hitta alla hina (þessa eldri) líka. Það var því sérstaklega ánægjulegt að mæta fyrst heima hjá Siggu og Hilmari, því þegar á hólminn kom var margt annað sem truflaði samveruna. Ég sakna þess meir og meir að ekki fleiri nái að koma og vera með. Eins og alltaf eru aðstæður misjafnar eða skilaboð, sími og tölvupóstur ekki að virka sem skildi. Ég er viss um að ef við leggjum okkur öll fram og ekki bara nokkrir, þá mun það takast smám saman að hópurinn stækkar og þéttist og fleiri tækifæri verði að raunveruleika.
Eftir svona él, kemur yfirleitt blíða. Og þar sem við notum hér stöðugt samlíkingu við veðrið, þá var mér snemma kennt að "það er alltaf veður", en það er undir mér (okkur) komið hvernig við bregðusmt við því. Á þessum tíma er dagurinn farinn að lengjast eða birta hans að aukast enda sólin búin að ná yfir fjallatoppana fyrir vestan. Það minnir okkur á að páskar séu einnig skammt undan og markmiðin beinast því næst að þeim. Enn einu sinna getum við fagnað því að vera Ísfirðingar, því þar er fjörið og ekki í henni Reykjavík. Þannig geta þeir sem ætla vestur um páskana farið að hlakka til þess tíma og reiknað inn smá aflögustund til að hittast þar og kætast saman.
Kæru skólasystkin. Ég vil enn einu sinni hvetja okkur til að hugsa vel til hvers annars og reyna að hafa upp á eins mörgum "týndum" systkinum og hægt er, til að ná þeim aftur inn í hópinn okkar. Þegar ég hugsa til ræðunnar hans Hrólla, þá fyllist ég eldmóði og átthagaþrá sem Hrólli staðfesti að væri innst inni í okkur, en ég tel mig einnig skilja efa og ótta sem getur auðveldlega komið upp og orðið þessum löngunum yfirsterkari og fjarlægðinni fegnari. Orðum mínum til stuðnings vitna ég í dag í kvæði Sverris Haraldssonar, "Stormar hafa stælt þig".
Stormar hafa stælt þig
og styrjaldirnar hert þig,
nepjan hefur níst þig,
svo nú ertu líkt og gengur
kaldur ein og klaki
og kvartar ekki lengur.
Sorgin hefur sært þig
og söknuðurinn grætt þig,
bestu vinir blekkt þig
svo bærist varla lengur
innst í þinu eðli
æsku þinnar strengur.
En vorið hefur vermt þig
og vonin hefur glatt þig,
söngur hefur seitt þig,
og svo mun hljóma lengur
innst í þínu eðli
yndislegur strengur.
Trúin hefur treyst þig
og tryggðin hefur styrkt þig,
vorið hefur vermt þig
svo verða muntu lengur
bak við héluhjúpinn
hjartagóður drengur.
Skrifað af HJjr
- 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 214817
Samtals gestir: 38843
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 04:26:32
clockhere