Færslur: 2013 Október
05.10.2013 09:47
Lífsstríð, lífsfró og (endur)minningar .....
Kæru skólasystkin!
Mikið var gaman að fá tvö "komment" (athugasemdir) síðast; annars vegar frá Reykjanesbæ og hins vegar frá Svíþjóð - það þýðir í raun að hægt sé að lesa síðuna víðar en á Höfuðborgarsvæðinu :)) Já - árin okkar líða áfram eins og hjá öðrum; einhver sagði, "bíddu aðeins", en það er vízt það eina sem ekki er hægt að gera nema stöðva tímann. Sumir nefna sextugsaldurinn sem eitthvað hræðilegt, en mér finnst fleiri staðfesta ágæti hans. Því er samt ekki að neita að úthaldið og þolinmæðin hafa breyzt - en ég veit ekki alveg hvernig á að breðast við skilaboðunum sem mér finnst ekki fara saman og það er að: æfa meira til að styrkja úthaldið og sitja á mér til að stilla skapið. Allavega var notalegt að geta hlaupið út í náttúruna í vikunni þegar fjárlögin voru birt í stað þess að sitja undir þeim niðurskurði sem talinn var upp. Það er ljóst að enn þurfa landsmenn að herða ólina og við eigum því miður eftir að horfa upp á meiri samdrátt í "kerfinu" og áframhaldandi flótta fólks til útlanda, m.a. til Canada.
Við sem ætlum að vera eftir þurfum að huga að skipulagningu 6tugs hátíðar næsta árs og ég er sammála því að slíkur viðburður á bara að vera "heima, í faðmi fjalla blárra". Við þurfum því öll sem eitt að leggja huga og hönd að verki og koma með tillögur að því hvernig bezt verði að staðið. Ég tel rétt að fram komi tillögur og gagntillögur að dagskrá og að við sem ekki erum á staðnum fáum einnig að leggja hönd á plóg. Það er því enn einu sinni kominn tími til að hvert og eitt okkar drepi niður penna í vetur til að festa á blað sögur og frásagnir sem detta upp í hugann og vert og skylt er að minnast og ekki sízt setja inn á síðuna okkar til upprifjunar síðar meir - það sama á við um myndir sem gætu þurft að vinnast á nútímaform; með öðrum orðum nú skal allt upp úr skúffunum, bæði úr herbergjum og af háalofti.
Ég heyri oftar en ekki að 1954 hópurinn okkar hljóti að vera náinn miðað við það hvernig við ræðum saman og skiptumst á upplýsingum og skilaboðum gegnum heimasíðuna. Ég staðfesti með stolti að svo sé og hafi alltaf verið. Ég hlakka því óendanlega mikið til að heyra og sjá hvað kemur upp úr skúffunum þegar líður tekur á árið. Ég veit líka að mörgum finnst vont að vera hafa sig í frammi á svo opinberan hátt sem við gerum. Ég get þá staðfest að það er bara vont fyrst - svo venst það. Allavega er ég sannfærður um að þessi leið haldi okkur saman og stappi í okkur stálinu þegar við þurfum á slíku að halda. Ég veit að mörg okkar eru einnig á "Facinu", þar sem einnig er hægt að tjá sig og draga fram myndir. Einhvern veginn hefur það samt ekki náð því flugi sem gert var ráð fyrir í upphafi og þar verður samheldni okkar minni í mergðinni. Ég ætla því enn og aftur að hvetja okkur til dáða á komandi vetri með tilhlökkun í huga yfir komandi afmælishátið að vori.
Kæru skólasystkin. Orðum mínum til stuðnings ætla ég að þessu sinni að vitna í kvæði Matthíasar Jochumssonar, Lífsstríð og lífsfró. Þetta er svolitið þungt í lestri en ég tel að skilaboðin höfði inn í kringumstæður okkar.
Ég leitaði´ um fold og sveif yfir sæ,
því að sál mín var hungruð í brauð,
en ég gat ekki neins staðar gulli því náð,
sem oss gefur þann lifandi auð.
Og svo varð ég uppgefinn, sál mín svo sjúk,
að hún sá ekki líkn eða fró,
því allt traust á mér sjáflum með trúnni var burt,
og af tápinu sorglega dró.
En þá var það eitt sinn á ólundarstund,
að ég eigraði dapur á sveim;
og ég reikaði hljóður um víðlendisvang,
því ég vildi´ ekki í tómleikann heim.
Þá heyrðist mér rétt eins og hvíslaði rödd,
svo að hjarta mitt greiðara sló:
"Ef þú horfir með ólund á himin og jörð,
þá hlítur þú aldregi ró"!
Þá leit ég í kringum mig, loftið var allt
ein logandi kveldroðaglóð,
meðan sólin mér heyrðist við sæflötinn yst
vera´ að syngja mér óminnisljóð.
Og fuglarnir, lyngið og lækir og grjót
og lömbin og fjöllin og hjarn
fékk aftur sinn heilaga samelskusvip,
og ég sjálfur? - Ég lék eins og barn!
Mikið var gaman að fá tvö "komment" (athugasemdir) síðast; annars vegar frá Reykjanesbæ og hins vegar frá Svíþjóð - það þýðir í raun að hægt sé að lesa síðuna víðar en á Höfuðborgarsvæðinu :)) Já - árin okkar líða áfram eins og hjá öðrum; einhver sagði, "bíddu aðeins", en það er vízt það eina sem ekki er hægt að gera nema stöðva tímann. Sumir nefna sextugsaldurinn sem eitthvað hræðilegt, en mér finnst fleiri staðfesta ágæti hans. Því er samt ekki að neita að úthaldið og þolinmæðin hafa breyzt - en ég veit ekki alveg hvernig á að breðast við skilaboðunum sem mér finnst ekki fara saman og það er að: æfa meira til að styrkja úthaldið og sitja á mér til að stilla skapið. Allavega var notalegt að geta hlaupið út í náttúruna í vikunni þegar fjárlögin voru birt í stað þess að sitja undir þeim niðurskurði sem talinn var upp. Það er ljóst að enn þurfa landsmenn að herða ólina og við eigum því miður eftir að horfa upp á meiri samdrátt í "kerfinu" og áframhaldandi flótta fólks til útlanda, m.a. til Canada.
Við sem ætlum að vera eftir þurfum að huga að skipulagningu 6tugs hátíðar næsta árs og ég er sammála því að slíkur viðburður á bara að vera "heima, í faðmi fjalla blárra". Við þurfum því öll sem eitt að leggja huga og hönd að verki og koma með tillögur að því hvernig bezt verði að staðið. Ég tel rétt að fram komi tillögur og gagntillögur að dagskrá og að við sem ekki erum á staðnum fáum einnig að leggja hönd á plóg. Það er því enn einu sinni kominn tími til að hvert og eitt okkar drepi niður penna í vetur til að festa á blað sögur og frásagnir sem detta upp í hugann og vert og skylt er að minnast og ekki sízt setja inn á síðuna okkar til upprifjunar síðar meir - það sama á við um myndir sem gætu þurft að vinnast á nútímaform; með öðrum orðum nú skal allt upp úr skúffunum, bæði úr herbergjum og af háalofti.
Ég heyri oftar en ekki að 1954 hópurinn okkar hljóti að vera náinn miðað við það hvernig við ræðum saman og skiptumst á upplýsingum og skilaboðum gegnum heimasíðuna. Ég staðfesti með stolti að svo sé og hafi alltaf verið. Ég hlakka því óendanlega mikið til að heyra og sjá hvað kemur upp úr skúffunum þegar líður tekur á árið. Ég veit líka að mörgum finnst vont að vera hafa sig í frammi á svo opinberan hátt sem við gerum. Ég get þá staðfest að það er bara vont fyrst - svo venst það. Allavega er ég sannfærður um að þessi leið haldi okkur saman og stappi í okkur stálinu þegar við þurfum á slíku að halda. Ég veit að mörg okkar eru einnig á "Facinu", þar sem einnig er hægt að tjá sig og draga fram myndir. Einhvern veginn hefur það samt ekki náð því flugi sem gert var ráð fyrir í upphafi og þar verður samheldni okkar minni í mergðinni. Ég ætla því enn og aftur að hvetja okkur til dáða á komandi vetri með tilhlökkun í huga yfir komandi afmælishátið að vori.
Kæru skólasystkin. Orðum mínum til stuðnings ætla ég að þessu sinni að vitna í kvæði Matthíasar Jochumssonar, Lífsstríð og lífsfró. Þetta er svolitið þungt í lestri en ég tel að skilaboðin höfði inn í kringumstæður okkar.
Ég leitaði´ um fold og sveif yfir sæ,
því að sál mín var hungruð í brauð,
en ég gat ekki neins staðar gulli því náð,
sem oss gefur þann lifandi auð.
Og svo varð ég uppgefinn, sál mín svo sjúk,
að hún sá ekki líkn eða fró,
því allt traust á mér sjáflum með trúnni var burt,
og af tápinu sorglega dró.
En þá var það eitt sinn á ólundarstund,
að ég eigraði dapur á sveim;
og ég reikaði hljóður um víðlendisvang,
því ég vildi´ ekki í tómleikann heim.
Þá heyrðist mér rétt eins og hvíslaði rödd,
svo að hjarta mitt greiðara sló:
"Ef þú horfir með ólund á himin og jörð,
þá hlítur þú aldregi ró"!
Þá leit ég í kringum mig, loftið var allt
ein logandi kveldroðaglóð,
meðan sólin mér heyrðist við sæflötinn yst
vera´ að syngja mér óminnisljóð.
Og fuglarnir, lyngið og lækir og grjót
og lömbin og fjöllin og hjarn
fékk aftur sinn heilaga samelskusvip,
og ég sjálfur? - Ég lék eins og barn!
Skrifað af HJjr
- 1
Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 362
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 203540
Samtals gestir: 37272
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 09:29:49
clockhere