Færslur: 2014 Maí
11.05.2014 11:16
"Nú skil ég stráin .........."
Kæru skólasystkin!
Loxins er maí-inn kominn og gott betur. Ég er meira að segja búinn að fá "áminningu" um að ég sé orðinn á eftir í textanum okkar um lífið og tilveruna. Við því eru margar handfastar skýringar; því þetta er annars vegar mikill annatími í skólanum, en einnig hefur verið óvenjumikið af aðgerðum sem allar hafa líka þurft "sinn tíma"! Það ánægjulega við hvorutveggja er þessi tilfinning eins hjá stránum sem eru að losna undan spennu og fargi snjós og klaka þegar sólin brýst með birtu og hlýju inn í kulda, myrkur og vonleysi og hleypir inn gleði, tilhlökkun og nýrri von fyrir framtíðinni.
Í vetur hefur mikið mætt á 4. árs læknanemum, sem hafa annars vegar verið í verklegri þjálfun og hins vegar í fyrirlestrum. Þeir hafa nýlokið prófum í verklega hlutanum sem ég kalla "uppskeruhátið", því þá eru þau að sýna og sanna hvernig okkur hefur tekist til við þennan hluta uppeldisins. Þarna reynir ekki bara á minnið heldur einnig framkomu þeirra, verklag og hvernig þau vinna úr þeim upplýsingum sem þau ná að afla sér. Það er því mikil spenna í loftinu, ekki bara þeirra megin, heldur einnig mín megin - hvernig tekist hefur til. Þarna skiptast á skin og skúrir, hlátur og grátur, Mér verður því oft hugsað til ´54 árgangsins okkar, þegar ég skynja hvað einn árgangur getur verið ólíkur öðrum í samvinnu og samstöðu. Í framhaldinu - núna skella svo skriflegu prófin á, þar sem hver og einn grúfir sig yfir svarblöðin til að klemma fram það sem situr eftir í hugarfylgsnunum, en svo svo rísa þau aftur upp eins og stráin á vorin ..........
Í vor hafa 3. árs læknanemar verið í rannsóknarverkefni þar sem þau taka fyrir ákveðin vandamál eins og "hversu algeng hryggbrot hafa verið á síðastlinum 10 árum þar sem einnig hefur orðið áverki á mænuna með tilheyrandi taugaeinkennum" og önnur rannsakaði "hversu algengt það er að börn á höfuðborgarsvæðinu hljóti beinbrot og/eða tognanir á liði við íþróttir". Þessum verkefnum lauk með ráðstefnu þar sem hver og einni kynnti niðurstöðu sína og fengu einkunn frá fundarstjóra, rannsóknarstjóra og norrkum samnemendum; lokahnykkurinn var svo ritgerðarbók sem kom úr prentun sl föstudag, en þar þarf að koma fram staða vandamálsin á heimsvísu, af hverju rannsóknin var gerð, niðurstöður hennar og hvernig þær eru í samanburði við aðrar þjóðir. Önnur stúlkan kom valhoppandi af gleði og létti yfir því að nú væri þessu lokið og afhenti mér bókinu með innilegu "knúsi"; hin stúlkan kom stuttu síðar með þungum en ákveðnum skrefum og afhenti mér sína bóka - en svo koma flóðgátt af tárum sem skolaði burtu bæði fallegan farða en einnig klaka spennu og eftirvæntingar og í kjölfarið kom breitt bros og gleðiglampi, eins og stráin á vorin ......
Að undanförnu hafa einnig verið "erfiðar" aðgerðir; ekki endilega erfiðar tæknilega séð, heldur erfiðar vegna alvarleika þess sjúkdóms sem gerði þær nauðsynlegar og þeirrar óvissu sem kemur upp um bæði núið og framtíðina. Í dag er miklu meira rætt "um hlutina", þ.e. bæði sjúkdóma og aðgerðir heldur en áður fyrr, bæði af hálfu þeirra sem eiga í hluta og einnig þeirra sem að koma. Stundum er hægt að segja með vissu "af hverju" og "hvers vegna", en stundum er það barasta ekki hægt .......! Á slíkum tíma og slíkum stundum hef ég fundið gegnum árin að þrátt fyrir allar þær breytingar sem orðið hafa á bæði okkur og þjóðfélaginu, þá eru allir tilbúnir að ræða um traust sitt á trúnna og hvernig hægt sé að varpa áhyggjunum á Guð föður okkar, hvort sem hann er á himnum eða á rúmstokknum. Þó svo ég ætli nú ekki að fara að breyta hugleiðingum mínum í prédikun, þá vildi ég bara deila með ykkur, hvílik lausn þessi umræða varð inn í tilfinningar myrkurs og vonleysis sem varð skyndilega og nýlega hjá tveimur fjölskyldum, en sem breytti kringumstæðunum í bros og gleðiglampa í kjölfar viðtals okkar, eins og stráin á vorin ......
Kæru skólasystkin. Nú er "erfiður" vetur á Íslandi senn á enda; ég segi senn, því í heimabyggð okkar eru garðar enn fullir af snjó á meðan slátturvélarnar þeysast um á Suðurlandinu. En eins og við öll munum eftir maí, þá var þetta tími prófa og undirbúnings fyrir sumarið með allri þeirri tilhlökkun sem hvert og eitt okkar átti hjá sér. Eins og að framan kemur eru tilfinningar okkar alltaf á sínum stað, af mismunandi toga og í mismiklu magni. Ég þori samt að staðhæfa að öll munum við eftir hvernig lækir og fossar mynduðust í fjöllunum okkar og hljómur þeirra og angan af grasi og blómum barst inn um gluggan í prófatinu á vorin. Ég þori einnig að staðhæfa að einhver okkar hafi verið haldinn slíkri spennu að hann eða hún hafi farið með a.m.k eina línu í Faðir vorinu áður en prófblaðinu var snúið við til að horfast í aug við þær spurningar sem biðu úrlausnar hverju sinni .... Já - texti minn í dag hefur tileinkast tilfinningum og trú og hvernig við getum með því að tala við þann sem við treystum algjörlega fyrir lausn úr vonlausum kringustæðum risið aftur upp eins og stráin á vorin ......
Orðum mínum til staðfestingar ætla ég að vitna í kvæði Davíðs Stefánssonar: "Nú skil ég stráin"!
Nú skil ég stráin, sem fönnin felur,
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.
Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo kom hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.
Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna.
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.
En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
ég fann, að þú varst að hugsa heim,
og hlaust að koma til baka.
Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin Guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.
Loxins er maí-inn kominn og gott betur. Ég er meira að segja búinn að fá "áminningu" um að ég sé orðinn á eftir í textanum okkar um lífið og tilveruna. Við því eru margar handfastar skýringar; því þetta er annars vegar mikill annatími í skólanum, en einnig hefur verið óvenjumikið af aðgerðum sem allar hafa líka þurft "sinn tíma"! Það ánægjulega við hvorutveggja er þessi tilfinning eins hjá stránum sem eru að losna undan spennu og fargi snjós og klaka þegar sólin brýst með birtu og hlýju inn í kulda, myrkur og vonleysi og hleypir inn gleði, tilhlökkun og nýrri von fyrir framtíðinni.
Í vetur hefur mikið mætt á 4. árs læknanemum, sem hafa annars vegar verið í verklegri þjálfun og hins vegar í fyrirlestrum. Þeir hafa nýlokið prófum í verklega hlutanum sem ég kalla "uppskeruhátið", því þá eru þau að sýna og sanna hvernig okkur hefur tekist til við þennan hluta uppeldisins. Þarna reynir ekki bara á minnið heldur einnig framkomu þeirra, verklag og hvernig þau vinna úr þeim upplýsingum sem þau ná að afla sér. Það er því mikil spenna í loftinu, ekki bara þeirra megin, heldur einnig mín megin - hvernig tekist hefur til. Þarna skiptast á skin og skúrir, hlátur og grátur, Mér verður því oft hugsað til ´54 árgangsins okkar, þegar ég skynja hvað einn árgangur getur verið ólíkur öðrum í samvinnu og samstöðu. Í framhaldinu - núna skella svo skriflegu prófin á, þar sem hver og einn grúfir sig yfir svarblöðin til að klemma fram það sem situr eftir í hugarfylgsnunum, en svo svo rísa þau aftur upp eins og stráin á vorin ..........
Í vor hafa 3. árs læknanemar verið í rannsóknarverkefni þar sem þau taka fyrir ákveðin vandamál eins og "hversu algeng hryggbrot hafa verið á síðastlinum 10 árum þar sem einnig hefur orðið áverki á mænuna með tilheyrandi taugaeinkennum" og önnur rannsakaði "hversu algengt það er að börn á höfuðborgarsvæðinu hljóti beinbrot og/eða tognanir á liði við íþróttir". Þessum verkefnum lauk með ráðstefnu þar sem hver og einni kynnti niðurstöðu sína og fengu einkunn frá fundarstjóra, rannsóknarstjóra og norrkum samnemendum; lokahnykkurinn var svo ritgerðarbók sem kom úr prentun sl föstudag, en þar þarf að koma fram staða vandamálsin á heimsvísu, af hverju rannsóknin var gerð, niðurstöður hennar og hvernig þær eru í samanburði við aðrar þjóðir. Önnur stúlkan kom valhoppandi af gleði og létti yfir því að nú væri þessu lokið og afhenti mér bókinu með innilegu "knúsi"; hin stúlkan kom stuttu síðar með þungum en ákveðnum skrefum og afhenti mér sína bóka - en svo koma flóðgátt af tárum sem skolaði burtu bæði fallegan farða en einnig klaka spennu og eftirvæntingar og í kjölfarið kom breitt bros og gleðiglampi, eins og stráin á vorin ......
Að undanförnu hafa einnig verið "erfiðar" aðgerðir; ekki endilega erfiðar tæknilega séð, heldur erfiðar vegna alvarleika þess sjúkdóms sem gerði þær nauðsynlegar og þeirrar óvissu sem kemur upp um bæði núið og framtíðina. Í dag er miklu meira rætt "um hlutina", þ.e. bæði sjúkdóma og aðgerðir heldur en áður fyrr, bæði af hálfu þeirra sem eiga í hluta og einnig þeirra sem að koma. Stundum er hægt að segja með vissu "af hverju" og "hvers vegna", en stundum er það barasta ekki hægt .......! Á slíkum tíma og slíkum stundum hef ég fundið gegnum árin að þrátt fyrir allar þær breytingar sem orðið hafa á bæði okkur og þjóðfélaginu, þá eru allir tilbúnir að ræða um traust sitt á trúnna og hvernig hægt sé að varpa áhyggjunum á Guð föður okkar, hvort sem hann er á himnum eða á rúmstokknum. Þó svo ég ætli nú ekki að fara að breyta hugleiðingum mínum í prédikun, þá vildi ég bara deila með ykkur, hvílik lausn þessi umræða varð inn í tilfinningar myrkurs og vonleysis sem varð skyndilega og nýlega hjá tveimur fjölskyldum, en sem breytti kringumstæðunum í bros og gleðiglampa í kjölfar viðtals okkar, eins og stráin á vorin ......
Kæru skólasystkin. Nú er "erfiður" vetur á Íslandi senn á enda; ég segi senn, því í heimabyggð okkar eru garðar enn fullir af snjó á meðan slátturvélarnar þeysast um á Suðurlandinu. En eins og við öll munum eftir maí, þá var þetta tími prófa og undirbúnings fyrir sumarið með allri þeirri tilhlökkun sem hvert og eitt okkar átti hjá sér. Eins og að framan kemur eru tilfinningar okkar alltaf á sínum stað, af mismunandi toga og í mismiklu magni. Ég þori samt að staðhæfa að öll munum við eftir hvernig lækir og fossar mynduðust í fjöllunum okkar og hljómur þeirra og angan af grasi og blómum barst inn um gluggan í prófatinu á vorin. Ég þori einnig að staðhæfa að einhver okkar hafi verið haldinn slíkri spennu að hann eða hún hafi farið með a.m.k eina línu í Faðir vorinu áður en prófblaðinu var snúið við til að horfast í aug við þær spurningar sem biðu úrlausnar hverju sinni .... Já - texti minn í dag hefur tileinkast tilfinningum og trú og hvernig við getum með því að tala við þann sem við treystum algjörlega fyrir lausn úr vonlausum kringustæðum risið aftur upp eins og stráin á vorin ......
Orðum mínum til staðfestingar ætla ég að vitna í kvæði Davíðs Stefánssonar: "Nú skil ég stráin"!
Nú skil ég stráin, sem fönnin felur,
og fann þeirra vetrarkvíða.
Þeir vita það best, sem vin sinn þrá,
hve vorsins er langt að bíða.
Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu,
og svo kom hinn langi vetur.
Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó,
að vorið, það má sín betur.
Minningin talar máli hins liðna,
og margt hefur hrunið til grunna.
Þeir vita það best, hvað vetur er,
sem vorinu heitast unna.
En svo fór loksins að líða að vori
og leysa mjallir og klaka.
ég fann, að þú varst að hugsa heim,
og hlaust að koma til baka.
Þú hlýtur að vera á heimleið og koma
með heita og rjóða vanga,
því sólin Guðar á gluggann minn,
og grasið er farið að anga.
Skrifað af HJjr
- 1
Flettingar í dag: 13
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 214817
Samtals gestir: 38843
Tölur uppfærðar: 24.12.2024 04:26:32
clockhere